Taktu þátt í gleðigöngunni með Q og stúdentafélögunum
Here is a link to the English version of the form: https://forms.gle/Awe29RiDzM7tyq9t7

Gleðigangan fer fram 12. ágúst 2023.
Q - félag hinsegin stúdenta mun ganga í gleðigöngu Hinsegin daga. Félagið hefur ákveðið að bjóða LÍS og aðildarfélögum að ganga með þeim og sýna hinsegin stúdentum þannig stuðning í verki.

Stutt lýsing á atriðinu
Hugmyndin er í hnotskurn að allir stúdentar standi saman og lyfti hinsegin stúdentum upp þegar þörf er á, og sá tími er núna. Við myndum vera í samstarfi með stúdentafélögum innan háskóla landsins og bjóða þeim að verða hluti af okkar atriði og benda þá sérstaklega hinsegin fólkinu að vera í miðpunkti atriðisins. Atriðið væri titlað Skjaldborg hinsegin stúdenta, í táknrænni og bókstaflegri merkingu orðsins.

Ítarlegri lýsing á atriðinu:
Atriðinu er skipt í tvo hópa, annars vegar hinsegin stúdentar og hins vegar bandamenn, (e. allies). Hinsegin hópurinn myndi vera í miðdepli, nánar tiltekið á skreyttum vagni í litríkum búningum. Vagninn yrði skreyttur. Bandamenn klæðast borðum sem stendur "Skjaldborg hinsegin stúdenta". Bandamenn myndu þá umkringja vagninn og labba með okkur í verndarhring og beina athyglinni að hinsegin fólkinu. Bandamenn myndu sumir einnig bera skreytta skildi, með ýmsum teiknuðum áletrunum og slagorðum, til að verja sig og okkur, og mynda þannig sterkari skjaldborg. Hugmyndin er í hnotskurn að allir stúdentar standi saman og lyfti hinsegin stúdentum upp þegar þörf er á, og sá tími er núna. Þannig myndum við ganga saman sem einn hópur í sameiningu.

Boðskapur atriðisins:
Í kjölfar undiröldunnar sem hefur gengið um samfélagið þurfum við meira á stuðningi bandamanna að halda en áður. Við viljum hvetja fólk til að stíga fram og lýsa stuðningi sínum við hinsegin samfélagið svo við stöndum ekki alltaf ein í baráttunni.

Vagn eða skjaldborgin?
Öllum sem styðja við bakið á hinsegin fólki er velkomið að taka þátt með okkur í göngunni. ❤️
Á vagninum er takmarkað pláss í boði og því er mikilvægt að þau sem vilja fá að vera þar skrái sig sem fyrst! 💖
Sign in to Google to save your progress. Learn more
Fullt nafn *
Símanúmer *
Netfang
Styður þú réttindabaráttu alls hinsegin fólks?  🏳️‍🌈🏳️‍⚧️
Clear selection
Ætlar þú að ganga með Q í gleðigöngunni þann 12. ágúst næstkomandi? *
Við viljum sérstaklega bjóða hinsegin stúdentum að vera með okkur á vagninum, en hafið í huga að það er takmarkað pláss og því mikilvægt að þið skráið ykkur tímanlega til að geta verið með uppi á vagninum. 🥰

Við gerum ráð fyrir því að geta tekið á móti öllum sem vilja ganga með í skjaldborginni meðfram vagninum. 🫶
Ert þú tilbúin/n/ð að vera dekkjavörður? 🛞
Hvað gera dekkjaverðir?
Dekkjaverðir þurfa að ganga meðfram atriðum í göngunni til að gæta þess að fjarlægð milli bíls og áhorfenda haldist a.m.k. einn metri.

Við hvetjum bandamenn til að taka þetta hlutverk að sér, þetta er eitt mikilvægasta hlutverkið í göngunni og alls ekki erfitt. (Hér er hægt að lesa nánar um öryggi í göngunni).
Clear selection
Mikilvægt er að mæta á réttum tíma
Uppstilling á göngunni hefst klukkan 12:00 við Tækniskólann á Skólavörðuholti (rétt hjá Hallgrímskirkju) og er keyrt inn á uppstillingarsvæðið frá Eiríksgötu. Þegar þátttakendur mæta vísar starfsmaður Hinsegin daga þeim á réttan stað og öryggisstjóri athugar hvort öryggisreglum sé fylgt. Vinsamlega mætið á réttum tíma því uppstilling göngunnar getur verið tímafrek. 

Gangan hefst kl. 14:00.
Sama gönguleið og í fyrra: Uppstilling er hjá Tækniskólanum, síðan gengið Skólavörðustíg, Laugaveg, Bankastræti, Lækjargötu og Fríkirkjuveg. Bílaumferð fer til hægri inn Skothúsveginn og afferming þeirra fer fram þar. Gönguhópar ganga áfram inn Sóleyjargötuna og að lokum enda allir hjá Hljómskálagarðinum.

Hér eru nánari upplýsingar um gönguna, en við munum líka uppfæra ykkur um allt sem þið þurfið að vita! 💖

Við hlökkum til að sjá þig! 🏳️‍🌈
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This form was created inside of Q - félag hinsegin stúdenta. Report Abuse