Móttaka nýrra nemenda af erlendum uppruna
Markhópur: Smiðjan er ætluð starfandi kennurum, kennurum íslensku sem annars máls, deildarstjórum sérkennslu og stjórnendum sem hafa áhuga á að styðja betur við móttöku nýrra nemenda af erlendum uppruna.

Lýsing: Farið verður yfir efni stöðumatsins og hvernig það nýtist við móttöku nýrra nemenda. Skoðuð verða raunveruleg íslensk dæmi um niðurstöður stöðumats og hvernig þær hafi nýst við móttöku nýrra nemenda. Skoðað verður hvaða verkfæri, fræðsla og stuðningur stendur til boða, jafnt innan skóla sem utan, í tengslum við móttöku nýrra nemenda af erlendum uppruna. 

Gert er ráð fyrir að þátttakendur noti námskeiðið til þess að skipuleggja fyrirlagnir haustsins undir handleiðslu ráðgjafa MML.

Markmið: Markmið smiðjunnar er að auðvelda notkun stöðumats við móttöku nýrra nemenda af erlendum uppruna, leggja drög að skipulagi fyrirlagna og úrvinnslu þeirra.

Kennarar: Ráðgjafar Miðju máls og læsis.
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse