Fjármálalæsi
Markhópur: Grunnskólakennarar á unglingastigi - Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu

Markmið með námskeiðinu er að kynna aðgengilegar kennsluaðferðir í fjármálalæsi og veita kennurum innblástur í kennsluna. Þátttakendur kynnast námsefni sem notað hefur verið í ýmsum grunnskólum landsins undanfarin þrjú ár. Bókin „Fyrstu skref í fjármálum (https://fjarmalavit.is/namsefni)“ er þar til grundvallar og fá þátttakendur bókina að gjöf fyrir sig og nemendur sína.

Fjallað er um helstu þætti fjármála sem mikilvægt er fyrir ungt fólk að læra áður en það fer út í lífið og kennarar eiga að geta miðlað til nemenda.

Frekari upplýsingar veita Guðrún E. Bentsdóttir gudrun.edda.bentsdottir@reykjavik.is og Kristín Lúðvíksdóttir verkefnisstjóri Fjármálavits Kristin@sff.is

Um Fjármálavit:
Fjármálavit er fræðsluvettvangur með áherslu á námsefni í fjármálalæsi fyrir ungmenni á aldrinum 13 – 15 ára. Markmiðið er að bæta fjármálalæsi og stuðla að upplýstri ákvarðanatöku í fjármálum með áherslu á sparnað og fyrirhyggju.

Kennari: Kristján Arnarson grunnskólakennari. Kristján hefur einnig komið að verkefnum um eflingu fjármálalæsis í grunnskólum og samið námsefni því tengdu.

Hvar: Hagaskóli
Hvenær: 12. og 13. ágúst kl. 09:00-12:00.
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse