Farsæl móttaka barna flóttamanna og hælisleitenda: Gagnkvæm aðlögun

Markhópur: Starfsfólk grunnskóla

Markmið: Markmið sumarsmiðju er að efla starfsfólk grunnskóla í vinnu með börnum flóttamanna og hælisleitenda sem byrja sína skólagöngu á Íslandi til að tryggja vellíðan barnanna og fjölskyldna þeirra

Lýsing:
Skólinn er oft fyrsti tengiliður fjölskyldna sem flytja til Íslands við nýja samfélagið. Það sem skiptir mestu máli er að allir starfsmenn skólans séu opnir fyrir samfélagsbreytingum og tilbúnir að laga sig að nýju barni og þörfum þess eins og það er tilbúið að takast á við nýjan raunveruleika. Fyrstu vikur í grunnskóla eru mjög mikilvægar, einkum fyrir flótta- og hælisleitendabörn sem flytja úr ólíkum menningarheimum. Óskrifaðar reglur samfélagsins og skólakerfisins geta valdið misskilningi, óöryggi eða vanlíðan hjá þessum börnum og foreldrum þeirra (Hanna Ragnarsdóttir og Susan Rafik Hama, 2018). Með því að veita börnum og fjölskyldum þeirra þann stuðning og upplýsingar sem þau þurfa er hægt að skapa þeim öryggi og styrkja þau félagslega. Gagnkvæm aðlögun krefst samvinnu skólans, barnsins og fjölskyldu þess (Hulda Karen Daníelsdóttir o.fl., 2010).
Í sumarsmiðjunni munum við fjalla um þessa þætti, ræða góð dæmi af vettvangi og fá þátttakendur til að rýna í eigið starf og reynslu með fjölbreyttum virkniverkefnum og hópavinnu.

Kennarar: Anna Katarzyna Woźniczka og Susan Rafik Hama
Hvar: Háteigsskóli
Hvenær: 12. ágúst kl. 09:00-12:00
Þátttökugjald: kr. 4.000,-
Sign in to Google to save your progress. Learn more
Email *
Nafn *
Kennitala *
Skóli *
Gsm símanúmer *
Greiðandi *
A copy of your responses will be emailed to the address you provided.
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
reCAPTCHA
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse