Foreldrakynning 23.október kl.17
Árlega er framkvæmd könnun á vegum Rannsóknar og  greiningar við Háskólann í Reykjavík. Í febrúar 2019 voru gerðar tvær kannanir á landsvísu.  Annarsvegar var lögð könnun fyrir alla nemendur í 8., 9. og 10. bekk , hinsvegar var lögð fyrir könnun fyrir nemendur í 5. - 7.bekk þar sem skoðaðir voru ýmsir þættir sem tengjast högum og líðan barna og ungmenna. Nú bjóðum við ykkur forráðamönnum að koma og fá kynningu á niðurstöðum hjá Margréti Lilju Guðmundsdóttur lektor við HR og umsjónarmanni könnunarinnar hjá Rannsóknum og greiningu. Kynningin fer fram hér í Sjálandsskóla miðvikudaginn 23. október kl. 17:00. Það verður kaffi á könnunni.

Foreldrar eru lykilmenn barnanna sinna. Það er margt í niðurstöðunum sem gefur okkur tilefni til að staldra við. Þessar niðurstöður varða okkur öll! Sameinuð getum við snúið þeirri alvarlegu stöðu við, sem blasir við okkur á hverjum degi og snýr að líðan ungmenna og aukinni vímuefnanotkun á Íslandi.  

Sign in to Google to save your progress. Learn more
Ég kemst á kynninguna *
Submit
Clear form
This form was created inside of Gardabaer Community. Report Abuse