NOMEX leitar að ungu fagfólki í tónlist sem er í fararbroddi innan tónlistariðnaðarins á Norðurlöndunum.
Verðlaunin eru ætluð tónlistarbransafólki, allt frá umboðsmönnum og tónlistarforleggjurum til tónleikahaldara. Þessi verðlaun er samstarfsverkefni fimm norrænna útflutningsskrifstofa í tónlist: Iceland Music, Export Music Sweden, Music Export Denmark, Music Finland og Music Norway.
Frestur til að tilnefna rennur út 30. apríl
Þau sem tilnefnd eru verða að starfa í fyrirtæki eða stofnun/samtökum á sviði tónlistar eða afþreyingar á Norðurlöndunum. Einungis má tilnefna þau sem eru fædd árið 1995 eða síðar.
Dómnefnd sem samanstendur af 15 áhrifaríkum aðilum í tónlistariðnaði á öllum Norðurlöndunum fer yfir innsendar tilnefningar og velur þau 20 sem standa upp úr. Við val á tilnefningum mun dómnefndin skoða ýmsa þætti, til að mynda starfsferil og þróun í starfi, velgengni fyrirtækis, viðurkenningu og umsagnir samstarfsfólks, áhrifin á norrænan tónlistariðnað árin 2024 - 2025, listræna þróun, nýsköpun, tekjur af tónleikaferðum, miðasölu og ásýnd/viðveru á samfélagsmiðlum.
Top 20 Under 30 leggur áherslu á kynjajafnvægi og fjölbreytileika við val á tilnefningum.