Fermingarfræðsla í Langholtskirkju 2021-2022

Fermingarfræðsla Langholtskirkju stendur öllum unglingum í 8. bekk til boða, óháð trúfélagastöðu, hvort sem ferming um vorið er ákveðin eða ekki.  Fermingarfræðslan er hins vegar nauðsynlegur undirbúningur fermingar.  

Markmið fræðslunnar er :
- Efla almenna þekkingu á kristinni trú.
- Vekja unglingana til umhugsunar um eigin lífsskoðanir.
- Ræða og æfa okkur í leiðum til að efla andlega heilsu með íhugun og bæn.
- Gefa unglingunum tækifæri á að kynnast starfinu í Langholtskirkju.

Kynningarfundur fyrir unglingana og foreldra/forráðafólk verður í kirkjunni næsta haust, og verður tölvubréf sent til skráðra barna.  

Fræðslan hefst með lotukennslu 13.-16. september síðdegis.
Því næst verða samverur einu sinni til tvisvar í mánuði, dagsetningar verða birtar á heimasíðu kirkjunnar.

Helgina 15.-17. Október verður svo haldið í Vatnaskóg í Hvalfirði, en Vatnaskógur er dýrðarstaður hannaður með þarfir barna og unglinga í forgrunni.  

Hlökkum til að eiga samleið næsta vetur !
Guðbjörg Jóhannesdóttir og Aldís Rut Gísladóttir prestar Langholtskirkju.


Fyrirspurnum skal beint í netfangið:  aldisrut@langholtskirkja.is

Ath. fræðslugjald vegna fermingarfræðslu er innheimt einu sinni yfir veturinn.  Gjaldið fylgir gjaldskrá sem ákveðin er af kirkjuþingi.  Fræðslugjaldið fyrir veturinn 2020-2021 var 20.777 kr,  gerður er fyrirvari um breytingu af hálfu kirkjuþings.

Fermingardagar 2022 eru :

Pálmasunnudagur  kl. 11
Skírdagur kl. 11
Sumardagurinn fyrsti  kl. 11

Ekki er nauðsynlegt að vera búin að ákveða dag við skráningu, öll fá þá daga sem valdir eru.

Hlökkum til að eiga samleið næsta vetur !

Guðbjörg Jóhannesdóttir og Aldís Rut Gísladóttir prestar Langholtskirkju
Sign in to Google to save your progress. Learn more
Nafn unglings *
Kennitala unglings *
Heimilisfang unglings *
Grunnskóli unglings *
Er unglingurinn skírður *
Skírnardagur unglings
Er unglingurinn skráður í Þjóðkirkjuna *
Nafn forráðamanneskju 1 *
Kennitala forráðamanneskju 1 *
Heimilisfang forráðamanneskju 1 *
GSM forráðamanneskju 1 *
Nafn forráðamanneskju 2 *
Kennitala forráðamanneskju 2 *
Heimilisfang forráðamannskju 2 *
GSM forráðamanneskju 2 *
Netfang til að senda upplýsingar á ATH eitt netfang *
Ef vill: Netfang 2 til að senda upplýsingar á
GSM unglings ef við á
Aðrar upplýsingar varðandi unglinginn eða fjölskylduhagi sem þið viljið koma á framfæri
Val á fermingardegi ef vill *
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy