Skólabyrjun nemenda með einhverfu

Markhópur: Kennarar, þroskaþjálfar og stuðningsfulltrúar í 1. bekk

Markmið:
Að veita grunnfræðslu um einhverfu.
Að undirbúa skólaumhverfið og aðstöðuna fyrir skólabyrjun.
Að veita öryggi við móttöku 6 ára barna með einhverfu, t.d. með því að kynna umhverfið
       fyrir nemandanum áður en skólabyrjunin hefst og ræða við nemandann/foreldra um
       þarfir og hvernig best er að mæta þeim.
•     Að veita góð ráð um umhverfi og samskipti í skóla.


Lýsing: Fjallað verður um helstu áskoranir í skólastarfi varðandi þarfir einhverfra barna, gagnleg ráð í samskiptum og hvers konar aðlögun vegna skynúrvinnslu. Hvernig laga má skólaumhverfið að þörfum þeirra út frá þeirri þekkingu sem fyrir liggur um einhverfu; öðruvísi skynjun, öðruvísi tjáningarmáti (málþroski), öðruvísi félagsleg samskipti (félagsfærni) og úrræði sem þau nota til að róa taugakerfið (síendurtekin áráttukennd hegðun).

Sérstök áhersla verður á hagnýt ráð til að mæta helstu áskorunum í daglegu skólastarfi, svo sem skýr hlutverk, bein samskipti, skynvinsamlegt umhverfi.

Æskilegt er að fólk verði búið að afla sér grunnþekkingar á einhverfu áður en það mætir á námskeiðið, t.d. meðþví að:  

Horfa á myndband frá menntastefnumóti Reykjavíkurborgar í maí, þar sem Guðlaug Svala fjallar um einhverfu https://vimeo.com/manage/videos/552353046,

Skoða einblöðunga inni á heimasíðu Einhverfusamtakanna https://www.einhverfa.is/is/fraedsla/fraedsluefni-einhverfusamtakanna/einhverfurofid 

Annað efni sem aðgengilegt er á netinu t.d. á vef Einhverfusamtakanna  https://www.einhverfa.is/is/fraedsla/fraedsluefni-einhverfusamtakanna og á vef Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins   https://www.greining.is/is/fraedsla-og-namskeid/hagnytt-efni-1.

Kennarar: Sérfræðingar á sviði einhverfu og skólastarfs
Hvar: Háteigsskóli
Hvenær: 11. og 12. ágúst kl. 09:00-15:00 - Eftirfylgni: Þrjár vinnulotur næsta vetur, október, janúar og mars.
Þátttökugjald: kr. 10.000,-
Sign in to Google to save your progress. Learn more
Email *
Nafn *
Kennitala *
Skóli *
Gsm símanúmer *
Greiðandi *
A copy of your responses will be emailed to the address you provided.
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
reCAPTCHA
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse