Ritlistakvöld með Vigdísi Hafliðadóttur
Miðvikudagskvöldið 10. apríl verður fyrra ritlistakvöld Ungskálda 2024 á LYST í Lystigarðinum. 
Kvöldið er ætlað ungu fólki á aldrinum 16-25 ára sem hefur áhuga á ritlist og er því að kostnaðarlausu. Frábært tækifæri til að læra eitthvað nýtt, hitta önnur skáld, kynnast verkum þeirra og jafnvel lesa upp sín eigin verk. Leiðbeinandi þetta kvöld verður uppistandarinn, handrits- og textahöfundurinn Vigdís Hafliðadóttir.

Vigdís Hafliðadóttir hefur komið víða við í lista- og grínheiminum. Hún vann keppnina Fyndnasti háskólaneminn árið 2020 og síðan þá hefur leiðin legið upp á við. 
Hún er söngkonan í hljómsveitinni FLOTT þar sem hún semur einnig textana sem þykja hnyttnir og skemmtilegir. Hún er meðlimur í spunahópnum Improv Ísland, fréttakona hjá satíru-miðli Hatara Iceland Music News sem vakið hefur alþjóðlega athygli og hefur komið fram með uppistandshópnum VHS. Vigdís hefur einnig komið að dagskrárgerð í útvarpi, handritsskrifum, auglýsingagerð og leiklist. 


Veitingar í boði fyrir skráða gesti.


Nánari upplýsingar um Ungskáld og tengda viðburði má finna á síðunni ungskald.is 

Endilega merktu við þig á facebookviðburði kvöldsins.


#ungskáld #akureyri #hallóakureyri
Sign in to Google to save your progress. Learn more
Nafn
Netfang
Aldur
Hefur þú komið áður á ritlistakvöld Ungskálda?
Clear selection
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy