Reiðskólinn Fákar og fjör á Álftanesi - Sumarið 2023

Í sumar verður boðið upp á ævintýraleg, fræðandi og skemmtileg reiðnámskeið á Álftanesi!

Sumarnámskeiðin eru fjölbreytt og henta börnum á ólíkum aldri og getustigum. Námskeiðin eru eftirminnileg upplifun fyrir börn sem langar að njóta samveru með íslenska hestinum og öðrum reiðfélögum í friðsælu umhverfi.

Skólahestarnir eru þaulreyndir kennarar og spila að sjálfsögðu aðalhlutverk á námskeiðunum ásamt duglega, skemmtilega og hjálpsama starfsfólkinu okkar!!!!

Hvað er í boði?

Ævintýranámskeið: Henta vel fyrir knapa sem langar að fara í skemmtilega útreiðatúra í fallegu umhverfi í bland við skemmtilega leiki og hestatengda fræðslu. Námskeiðin byggja bæði á verklegri og bóklegri kennslu. Lögð verður áhersla á að krakkarnir læri undirstöðuatriði í hestamennsku, mikilvæg öryggisatriði og skemmti sér vel! Í kennslunni verður farið um víðan völl, þar má m.a. nefna reiðtúra í fjörunni, hestaleikfimi, keppnir og fleira! Við spáum líka í náttúrunni, lærum um atferli hesta, lundafar og fóðrun ofl. Reiðkennslan fer fram í litlum hópum sem skipt er upp eftir aldri og/eða getu. Það skiptir okkur miklu máli að nemendur okkar fái hest sem passar vel miðað við getustig og að verkefnin reyni á færni þeirra.

Aldursviðmið: 7 – 15 ára (skipt er upp í hópa eftir aldri og getu).

Ævintýranámskeiðin eru vikulöng frá kl 9:00 - 14:00 ! :)
____________________________________________________________________________________________________________

Eftirfarandi dagsetningar verða í boði:

8. ágúst – 12. ágúst (ATH!. kennt 12. ágúst til kl. 14:00 í stað 7. ágúst sem er frídagur verslunarmanna). 
kl. 9:00 – 14:00  *** laust ***
Verð: 39.500

14. ágúst – 18. ágúst 
kl. 9:00 – 14:00  *** Örfá pláss laus ***
Verð: 39.500

*birt með fyrirvara um breytingar. 

Ath! fljótlega eftir skráningu verður sendur út staðfestingarpóstur ásamt upplýsingum um greiðslu. Þegar styttist í að námskeiðið hefjist munum við senda út upplýsingapóst varðandi praktísk atriði sem snúa að námskeiðinu sjálfu. 

Hlökkum til sumarsins!

Til að halda áfram með skráningu þarf að ýta á Next flipann fyrir neðan ⬇️
Sign in to Google to save your progress. Learn more
Email *
Nafn barns *
Kennitala barns *
Nafn forráðamanns *
Netfang 2
Kennitala greiðanda *
Símanúmer *
Símanúmer 2 *
Reynsla
Námskeið:
Clear selection
Annað sem gæti verið gott fyrir okkur að vita?
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy