Félagsfærni og sjálfsefling: Áhersla á hegðun og bekkjarstjórnun
Fullbókað er á námskeiðið.

Lýsing:
Athugið að hér er um að ræða fyrsta hluta af einingarbæru 5ECTS eininga námskeiði sem kennt er við Menntavísindasvið HÍ. Til viðbótar við námskeiðið 12. ágúst verður kennt 4 sinnum á tímabilinu ágúst - nóvember, hálfur dagur í hvert skipti.

Markhópur: Grunnskólakennarar

Samantekt um tilgang og framkvæmd námskeiðs:
Tilgangur námskeiðsins er að þátttakendur – starfandi grunnskólakennarar – efli þekkingu sína á aðferðum sem stuðla að æskilegri hegðun nemenda. Þeir læri að beita árangursríkum aðferðum sem byggja á trausti og virðingu, styðja við félagsfærni og sjálfseflingu nemenda sinna og stuðla að bættri líðan þeirra. Unnið er með þætti sem telteknir eru að framan.

Námskeiðið skiptist í vinnu í tímum og verkefni á milli tíma sem þátttakendur reyna í eigin kennslu og nýta þannig beint til þróunar á eigin starfsháttum. Kennsla fer fram með umræðum, æfingum og fjölbreyttum sameiginlegum viðfangsefnum. Námsmat byggist á lestri kafla og greina, skilaverkefnum sem unnin eru með nemendahópum þátttakenda og virkri þátttöku í umræðum. Í framhaldi af kynningu þá er miðað við staðbundna tíma eða á zoom; fjóra hálfa daga á tímabilinu ágúst til nóvember.

Að lokum:
Nemendur bera sjálfir ábyrgð á námsástundun sinni. Nemendur eru hvattir til að stunda námið af kappi og fylgja þeirri námsáætlun sem birt er í stundaskrá námskeiðsins.

Kennari: Margrét Sigmarsdóttir
Hvar: Menntavísindasvið - Stakkahlíð
Hvenær: 12. ágúst kl. 13:00-15:00
Skráningargjald: 55.000 kr.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag námskeiðsins í heild sinni má finna hér: https://menntavisindastofnun.hi.is/is/felagsfaerni-og-sjalfsefling-med-aherslu-hegdun-og-bekkjarstjornun

This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse