Vopn gegn vændi – fræðsla fyrir hótel og gististaði
Samtök ferðaþjónustunnar boða til upplýsingafundar um verkefnið Vopn gegn vændi og kynlífsmansali sem Reykjavíkurborg, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og SAF standa að.

Fundurinn fer fram fimmtudaginn 23. maí í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35. Fundurinn stendur á milli kl. 11.30 – 12.30 og boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Vopn gegn vændi er fræðsluefni fyrir hótel og gististaði um vændi og kynlífsmansal. Markmiðið með gerð efnisins er að starfsfólk innan hótela og gististaða geti þekkt einkenni vændis / kynlífsmansals og framhaldinu tilkynnt það til lögreglu ef grunur leikur á að slíkt fari fram. Fræðsluefnið var unnið af nemum í MPM náminu við Háskólann í Reykjavík í samvinnu við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg og Samtök ferðaþjónustunnar.
 
Þær Ingunn Þorvarðardóttir og Ísól Fanney Ómarsdóttir, nemar í MPM námi í HR, munu kynna verkefnið fyrir hönd nemendahópsins.
Sign in to Google to save your progress. Learn more
Nafn: *
Fyrirtæki: *
Netfang: *
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy