Eflandi kennslufræði: Nýsköpunarmennt til eflingar hugvits og athafna
Fullt er á námskeiðið.

Lýsing: Námskeiðið er sérstaklega ætlað þeim sem hafa áhuga á að vinna að því að efla sköpun og framtaksemi barna og ungs fólks með nálgun nýsköpunarmenntar. Námskeiðið byggir á fræðilegum grunni en megináhersla verður á hagnýta nálgun. Eflandi kennslufræði verður kynnt og skilgreind. Farið verður í gegnum grunnferli nýsköpunarmenntar og tengt við mismunandi notkunarmöguleika í grunnskólastarfi.

Markmið námskeiðsins eru:
Að kynna eflandi kennslufræði og leiða kennaraþátttakendur í gegnum hagnýtingu kennslu- og aðferðafræði nýsköpunarmenntar í skólastarfi.
Að sýna kennurumþátttakendum möguleika þess að nýta umhverfi og líf nemenda til að efla skilning, sköpun og frumkvæði þeirra. 
Að kynna möguleika nýsköpunarmenntar við þróun hugmynda barna og ungs fólks til að leysa eigin vandamál og þarfir sem og samfélagsins
Að kennararþátttakendur geti hagnýtt innihald námskeiðsins og skipulagt nám fyrir grunnskólann eða tómstundastarf.
Að kynna námsefni í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt.
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse