Lánshestar veturinn 2020 - Fákur
Átt þú traustan hest til að lána mér í reiðkennslu?

Við óskum eftir aðstoð félagsmanna til að gefa börnum og unglingum sem ekki hafa aðgang að hestum tækifæri til að stunda hestamennsku í Fáki.

Hvernig get ég aðstoðað?

Með því að leigja eða lána trausta reiðhesta (ásamt reiðtygjum) í reiðkennslu 1 - 2 x í viku!
Nemendurnir eru meðlimir í Fákar og fjör - hestaíþróttaklúbbi, hafa brennandi áhuga á hestamennsku og hafa mörg hver sótt fjölda námskeiða. Þau verða undir leiðsögn menntaðra reiðkennara (Sifjar og Karenar) og felst kennslan m.a. í jákvæðri uppbyggingu hests og knapa.

Hvenær?

Börn 12 ára og eldri byrja í kennslu 11. janúar. Kennslan er á laugardögum en það bætist stundum við einn virkur dagur.
Börn 11 ára og yngri byrja 2. febrúar og fer kennslan fram á sunnudögum.

Þetta samstarfsverkefni stuðlar að nýliðun í hestamennsku, en það getur reynst áhugasömum krökkum sem ekki hafa bakland í hestamennsku erfitt að stunda íþróttina.
Fyrirkomulagið getur verið hentugt fyrir hestaeigendur sem vantar létta en uppbyggilega þjálfun á hestana sína eða vilja hreinlega leggja hendur á plóg til að aðstoða börnin.
Sif og Karen verða tengiliðir í þessu verkefni. Áhugasamir fylla út skráningarform hér að neðan með ákveðnum upplýsingum.  
 
 
Sign in to Google to save your progress. Learn more
Nafn
Símanúmer
Netfang
Nafn hests
Aldur hests
Um hestinn, því meiri upplýsingar því betra :)
Ganglag
Staðsetning
Reiðtygi í boði?
Clear selection
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy