Árangursrík kennsla og velfarnaður í margbreytilegum bekk
Fullbókað er á námskeiðið.

Á námskeiðinu verður farið í undirstöður kennslu og kennsluaðferðir í margbreytilegum bekkjum sem stuðla að góðum samskiptum innan bekkja og að árangri allra nemenda. Undirliggjandi fræði eru fjölmenningarleg kennsla og tvítyngis- og fjöltyngisfræði. Kynntar verða einfaldar og flóknari leiðir til að styðja við móðurmál og virkt fjöltyngi nemenda og kennsluaðferðir sem stuðla að þátttöku, samvinnu og bættri sjálfsmynd.

Markmið vinnusmiðjunnar er að kennarar:
• Kynnist og þjálfist í kennsluaðferðum sem stuðla að tungumálanámi, samstarfi og vellíðan nemenda
• Þekki verkfæri og leiðir til að mæta fjölbreyttum nemendahópi í kennslu sinni
• Hafi þekkingu hvernig að byggja á margvíslegum auðlindum nemenda til að ná betri árangri
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse