Gerum góðan Skrekk betri
Markhópur: Skrekksleiðbeinendur og annað áhugafólk um Skrekk

Um námskeiðið:
Skipulag og undirbúningur Skrekksvinnunnar:
Hvernig er best að skipuleggja undirbúning á vönduðu atriði fyrir Skrekk? Hvernig er hægt að láta þátttökuna í Skrekk verða að jákvæðri upplifun fyrir alla? Kostir og gallar þess að skipuleggja Skrekk sem valnámskeið eða utan kennslutíma.

Að vinna með Skrekkshópnum:
Hvaða leiðir er gott að fara til að byggja upp góðan Skrekkshóp? Hvernig veljum við í Skrekkshópinn og hvað eru góðar leiðir til að ná saman fjölbreyttum Skrekkshóp? Hvernig virkjum við best alla þátttakendur í hópnum?

Gæði og metnaður í Skrekk:
Góðar aðferðir til að virkja krakka í hugmyndavinnu. Hvað þarf til að taka atriðið upp á hærra stig með hljóði, ljósum, búningum og öðru?

Markmið: Praktískt námskeið fyrir Skrekksleiðbeinendur þar sem þátttakendur læra af reynsluríkum
aðilum og miðla af eigin reynslu.

Kennarar: Kristján Sturla, Ásgrímur Geir Logason vanir Skrekksleiðbeinendur, sérfræðingar úr Borgarleikhúsinu og fleiri.
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse