Dansinn - Afríka og Ameríka  - afró, hiphop, break
Því miður fellur þessi smiðja niður. Við bendum þátttakendum á að enn er hægt að skrá sig á aðrar smiðjur sjá lista yfir skráningu á vefsíðunni: https://menntastefna.is/starfsthroun/#sumarsmidjur

Lýsing á námskeiði:

Markhópur: Grunnskólakennarar

Markmið:
Að þátttakendur kynnist dansinum sem lykli að ólíkum menningarheimum. Dansinn er notaður sem aðferð til að rýna mannlíf, samfélag og náttúru. Í boði eru tvær leiðir sem kennarar geta valið á milli – Afríka og Ameríka fyrri daginn og svo Suður-Ameríka og Arabía seinni námskeiðsdaginn. Þátttakendur þurfa að skrá sig á hvort námskeið fyrir sig.

Danskennsla fer fram í grunnskólum en fjölbreytni er ekki alls staðar tryggð. Mikilvægt er í ljósi áherslu á margbreytileikann að leita allra leiða til að kynna ríkidæmi hinna ýmsu menningarheima. Jafnframt er mikilvægt að kynnast dansi sem skapandi afli til að skoða manninn og umhverfi hans.

Lýsing:
Þátttakendur læra einföld spor úr ólíkum stílum og tengja við tónlist sem þeir fá í formi spilunarlista til notkunar í skólastarfi. Þeir kynnast því hvernig hægt er að vinna með hreyfingu dýra og manna til að túlka mismunandi stöðu í mannlífi og náttúru.

Kennarar: Fulltrúar Kramhússins
Hvar: Kramhúsið – danshús við Bergstaðastræti
Hvenær: 11.ágúst kl. 09:00-16:00
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse