Vesturbrú- umsóknarform 2023

Vesturbrú er sex vikna hraðall fyrir verkefni sem stuðla að sjálfbærri framtíð Vesturlands. Markmið hraðalsins er efla sköpunarkraft og frumkvöðlastarf á Vesturlandi, tengja fólk saman og stuðla að nýjum verkefnum og verðmætasköpun á svæðinu.

Viðskiptahraðallinn Vesturbrú er ætlaður frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum innan rótgróinna fyrirtækja á Vesturlandi sem eru komin af hugmyndastigi og vilja komast lengra með sín verkefni. Sótt er um í teymum, en æskilegt er að þau samanstandi af einum til þrem einstaklingum. Teymin geta verið starfsfólk fyrirtækja, sem standa að verkefninu eða sjálfstæðir frumkvöðlar í startholunum. Hraðallinn er sérhannaður með þarfir þátttökuteymanna í huga, þannig hafa teymin áhrif á fræðsluna sem stendur þeim til boða. 

Teymin hitta reynslumikla leiðbeinendur, frumkvöðla, fjárfesta og stjórnendur fyrirtækja á Vesturlandi og víðar á einkafundum. Dagskráin samanstendur einnig af ráðgjafafundum, vinnustofum, fræðslufundum og þátttakendur mynda sterkt tengslanet sín á milli. 

Hraðallinn leggur áherslu á nýjar hugmyndir og þróun fjölbreytts atvinnulífs til að stuðla að sjálfbæru Vesturlandi. Vesturbrú fer að mestu leyti fram á netinu en teymin hittast jafnframt þrisvar sinnum meðan á hraðlinum stendur á vinnustofum á völdum stöðum á Vesturlandi. 

Hraðallinn er í samvinnu við RATA sem hefur undanfarin ár unnið að því að styðja við umhverfi frumkvöðla á Íslandi og hefur m.a. haldið utan um viðskiptahraðlana Sóknarfæri á Suðurlandi og Vaxtarrými í Norðanátt á Norðurlandi. 

Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember. Viðskiptahraðallinn er þátttakendum að kostnaðarlausu fyrir utan ferðakostnað of hefst 27. nóvember.

Nýsköpun í vestri er samstarfsverkefni Gleipnis, nýsköpunar- og þróunarseturs á Vesturlandi, Nývest, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og er styrkt af Sóknaráætlun Vesturlands.

Sign in to Google to save your progress. Learn more
Nafn fyrirtækis / verkefnis
Nafn tengiliðs
Netfang
Símanúmer
Heimasíða verkefnis (ef á við)
Samfélagsmiðlar verkefnis (FB, IG, LinkedIn, ef á við)
Hvar er verkefnið staðsett á Vesturlandi?
Á hvaða stigi er fyrirtækið? Á hugmyndastigi, sproti, vaxandi, rótgróið?
Clear selection
Lýsing á starfsemi / verkefni (max 150 orð)
Fjöldi stofnenda/teymisins sem myndu taka þátt í Vesturbrú
Reynsla stofnenda/teymisins (max 150 orð)
Hvernig fellur verkefnið að áherslum hraðalsins sem miða að sjálfærri framtíð Vesturlands?
Af hverju vilt þú /teymið þitt taka þátt í hraðlinum?
Hvað er það helsta sem þú/þið þurfið aðstoð við í þínum/ykkar þróun eða vexti? 
Hvaða verkfæri og fræðslu vantar þér/ykkur?
Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að nýta hraðalinn?
Við leggjum mikla áherslu á að þátttakendur sinni hraðlinum vel. Mentorafundir fara fram á netinu á eftirfarandi dögum (kl 13:00-16:00):

27. nóvember (mánudagur)
15. janúar (mánudagur)

Vinnustofur Vesturbrú verða haldnar á völdum stöðum á Vesturlandi þessa daga (kl. 10-17 ca.):

23. nóvember (fimmtudagur)
11. janúar (fimmtudagur)
25. janúar (fimmtudagur)
1. febrúar vinnustofa og lokadagur (fimmtudagur)

Kemst þú á allar vinnustofurnar og mentorafundina?
Clear selection
Ef nei, á hvaða vinnustofu og mentorafundi kemst þú ekki?
Má birta efni um verkefnið í fréttum og á samfélagsmiðlum aðila sem koma að verkefninu?
Clear selection
Er eitthvað annað sem þið viljið koma á framfæri?
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This form was created inside of RATA. Report Abuse