Fjarheilbrigðisþjónusta í dreifbýli             Reynsla Svía og Íslendinga                        Fundur miðvikudag 26. júní                               frá klukkan 14:00 til 16:00                                     í Norræna húsinu, Reykjavík.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra boðar til fundar miðvikudaginn 26. júní nk. í Norræna húsinu um fjarheilbrigðisþjónustu. Fundurinn er haldinn í tilefni af formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.

Á fundinum verða kynnt sænska formennskuverkefnið „Healthcare and care through distance spanning solutions“ og íslenskt verkefni á sviði fjarheilbrigðisþjónustu sem er ein af aðgerðum byggðaáætlunar 2018-2024.

Með innleiðingu fjarheilbrigðisþjónustu er leitast við að jafna aðgengi almennings um land allt að almennri og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Jafnframt er rafræn miðlun heilbrigðisþjónustu nýtt til að auka aðgengi að sérfræðiþekkingu og þar með gagnkvæmri faglegri ráðgjöf, samráði og samstarfi. Fundurinn er haldinn samhliða reglubundnum fundi Norrænu ráðherranefndarinnar um byggðaþróun.

Fundurinn fer fram á ensku og hefst kl. 14. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Skráning fer fram á vef stjórnarráðsins.

Fundinum verður streymt í beinni útsendingu á vef Stjórnarráðsins. www.srn.is

Dagskrá:
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra opnar fundinn.

„Healthcare and care through distance spanning solutions – upgrading rural regions into an innovation area.“
Niclas Forsling, verkefnastjóri hjá Miðstöð fjarheilbrigðisþjónustu (Centre for Rural Medicine) í sveitarfélaginu Storuman í Norður-Svíþjóð.

„Plans for progress in Remote Health Care Services in Iceland.“
Sigríður Jakobínudóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og fulltrúi í stýrinefnd samnorræna verkefnisins Vård och omsorg på distans (VOPD).

„Pilot project in telemedicine in Klaustur.“
Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps og Auðbjörg B. Bjarnadóttir, hjúkrunarstjóri og ljósmóðir.

Fundarstjóri er Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri.

Sign in to Google to save your progress. Learn more
Email *
Next
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy