Skráning á Menningarskákmót á Akureyri - lau. 11. júlí - Listasafni Akureyrar
Laugardaginn 11. júlí mun fara fram opið hraðskákmót Miðbæjarskákar og Skákfélags Akureyrar í samstarfi við Skáksamband Íslands í glæsilegum húsakynnum listasafns Akureyrar.

Helstu upplýsingar:

Tímasetning: 14:00-17:00.

Umferðafjöldi og tímamörk: 11 umferðir, 3 mín + 2 sek.

Þátttökugjald: 1800 kr. – sem veitir einnig aðgang að öllu safninu, stórmeistarar og alþjóðlegir meistarar tefla frítt.

Ókeypis fyrir 18 ára og yngri, öryrkja, nemendur, félagsmenn í ICOM, Físos, SÍM, Gilfélaginu og Myndlistarfélaginu.

Verðlaunasjóður: 50.000 kr. tryggðar að lágmarki. Frekari útfærslur á skiptingu verðlauna koma þegar nær dregur.

Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.

Nánari upplýsingar: Elvar Örn Hjaltason, s. 690-6556

Skráða þátttakendur má finna á chess results (uppfært daglega): https://chess-results.com/tnr529550.aspx?lan=1&turdet=YES

Síðast en ekki síst - Sunnudaginn 12. júlí kl. 12:00 fer svo fram annað veglegt hraðskákmót í íþróttahöllinni Akureyri, Skólastíg 1. Inngangur er að vestan. Skráning verður á staðnum í það mót.
Sign in to Google to save your progress. Learn more
Fullt nafn
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy