Söngur og hljóðgjafar í skólastarfi - yngri börn
Þessu námskeiði hefur verið frestað um óákveðin tíma. Þátttakendur verða látnir vita um leið og ný dagsetning liggur fyrir.

Markhópur: Grunnskólakennarar

Söngur og söngiðkun á undir högg að sækja í skólastarfi en tilheyrir þó námskrám og áherslum þegar kemur á lista- og menningarstarfi með skólabörnum. Í drögum að nýrri stefnu um tónlistarnám í Reykjavík er lögð áhersla á að styðja við söng á öllum skólastigum og starfi með börnum.

Markmiðið með verkefninu/námskeiðinu:
Að kynna einfaldar leiðir til að syngja mikilvæg lög og texta, vinna þau með öðrum hljóðgjöfum og tengja við skólastarfið og viðfangsefni barna frá degi til dags.

Innihald verkefnisins/námskeiðsins:
Kynnt verða lagasöfn og undirleikssöfn og einfaldar leiðir eins og notkun youtube til að byggja upp sönghefð í yngri hluta nemendahóps grunnskóla. Jafnframt verður prófað hvernig hægt að búa til hljóðgjafa og finna þá í umhverfinu og nýta með söng og hreyfingu. Unnið verður með tengingu söngefnis við námsumhverfi barnanna.

Fyrirlesari/kennari: Tónlistarfólk og kennarar
Hvar: Háteigsskóli
Hvenær: 12. ágúst kl. 09:00-12:00
Þátttökugjald: kr. 4.000,-
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse