TILNEFNING FÉLAGA ÁRSINS 2020
Landssamband ungmennafélaga (LUF) kallar hér með eftir tilnefningum til „Félaga ársins 2020“. Það er viðurkenning fyrir sjálfboðastarf innan aðildarfélaga LUF sem veitt verður í þriðja sinn. Um er að ræða hvatningarviðburð þar sem aðildarfélögin velja framúrskarandi félagsmann sem þau vilja umbuna fyrir vel unnin störf. Allir sem hljóta tilnefninguna fá viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Einn af þeim verður valinn fyrir að standa upp úr  og hlýtur titilinn Félagi ársins 2020 og þar með farandbikar LUF fyrir framúrskarandi störf í þágu ungs fólks á Íslandi. Heiðurinn hlýtur sá einstaklingur sem hefur á árinu 2020 tekið óeigingjarna forystu og sýnt alúð í starfi innan ungmennageirans á Íslandi.

Hvert aðildarfélag getur tilnefnt einn félagsmann til Félaga ársins 2020 og hvetur LUF sem flest aðildarfélög til að senda inn tilnefningu ásamt rökstuðningi hér. Frestur til þess að tilnefna Félaga ársins er eigi síðar en fimmtudaginn 18. febrúar 2021.

„Félagi ársins“ er í senn hvatningaviðburður aðildarfélaga LUF sem fer fram þann 25. febrúar 2021. Tilgangurinn er ekki síður að kynna málaflokkinn fyrir almenningi með því að varpa ljósi á vel unnin störf innan ungmennafélaga á Íslandi.

Í ár verður viðburðurinn með óhefðbundnu sniði í ljósi aðstæðna. Þeim aðila sem hlotnast titillinn “Félagi ársins” verður boðið að taka á móti viðurkenningunni  á opnum viðburði í beinu streymi á samfélagsmiðlum.

Hvaða félaga innan ykkar félagasamtaka viljið tilnefna til Félaga ársins fyrir störf unnin 2020  (fullt nafn, aldur, netfang og staða innan aðildarfélags) *
Hvað liggur að baki tilnefningarinnar?  Minnst 200 orð, mest 300 orð. *
Ykkar aðildarfélag *
Netfang þess sem tilnefnir f.h. félagsins *
Nafn og staða þess sem tilnefnir f.h. félagsins *
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This form was created inside of Landssamband ungmennafélaga. Report Abuse