Skóli framtíðarinnar- nýsköpunarhugsun í skólastarfi
Markhópur: Grunnskólakennarar

Skólastarf er að taka stakkaskiptum og hugmyndavinna er nauðsynlegt form á þátttöku og faglegri nálgun. Fagmennska þeirra starfshópa sem vinna með börnum og unglingum hvílir meðal annars á því hvernig þeim tekst að fylgjast með og taka þátt í þeirri þróun sem fer óhjákvæmilega fram. Fagmennska er áhersluþáttur menntastefnu Reykjavíkurborgar.
Markmiðið með verkefninu/námskeiðinu:
Að þátttakendur kynnist helstu hugsuðum sem fjallað hafa nýlega um framtíðarskólann eða framtíðarskólakerfið og gildi og stöðu nýsköpunarhugsunar þegar kemur að þróun skólakerfa...frá smæstu einingum.

Lýsing:
Ætla má að skólakerfið þurfi að leggja meiri áherslu á tengja námsreynslu nemandans við vonir hans og þrár. Einn mikilvægasti þátturinn í námi er að finna út hvað er ákjósanlegt að læra. Að gefa nemendum kost á að axla ábyrgð á eigin námi ætti að hefjast á því að veita þeim möguleikana á að læra það sem þeir vilja læra, fremur en þröngva upp á þá námsefni sem er forskrifað af öðrum.

Fjallað verður um hvernig hægt er:
Að skapa nám sem drifið er af forvitni og nemendur eru þátttakendur í að móta eigin framtíð.  
Að kenna nemendum að vera lausnamiðaðir með því að spyrja fremur spurninganar hvað gæti orðið fremur en spurningarinnar hvað er.  
Að setja fram raunveruleg vandamál þar sem börn eiga hlut að máli og skapa tækifæri til að leita lausna við þeim en ekki svara spurningum sem þegar hafa verið fundin svör við.  
Að ala börn upp í því að vera eilífðarnámsmenn sem eru fúsir að læra af mistökum sínum.  
Að trúa því að börn geti farið fram úr okkar mestu væntingum, ekki vera hrædd við hið óþekkta en miklu fremur forvitin.  
Að kenna börnum að sköpunargáfa og nýsköpunarhæfni eru raunverulega í DNA hjá öllum manneskjum.
Kennarar fjölbreyttur hópur 15-30

Kennarar: Soffía Vagnsdóttir o.fl.
Hvar: Fjarnámskeið - Skráðir þátttakendur fá sendan TEAMS hlekk
Hvenær: 12. ágúst kl. 13:00-16:00
Þátttökugjald: kr. 4.000,-
Sign in to Google to save your progress. Learn more
Email *
Nafn *
Kennitala *
Skóli *
Gsm símanúmer *
Greiðandi *
A copy of your responses will be emailed to the address you provided.
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
reCAPTCHA
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse