Frístundalæsi: Hugmyndir að læsiseflandi smáforritum fyrir börn
Því miður fellur þessi smiðja niður. VIð bendum þátttakendum á að enn er hægt að skrá sig á aðrar smiðjur sjá lista yfir skráningu á vefsíðunni: https://menntastefna.is/starfsthroun/#sumarsmidjur

Lýsing:
Markhópur: Stuðningsfulltrúar á yngsta stigi grunnskóla Reykjavíkurborgar

Markmið: Að kynna fyrir stuðningsfulltrúum á yngsta stigi fjölbreytt smáforrit með það að markmiði að efla læsi barna í víðum skilningi

Um smiðjuna:
Tilgangur smiðjunnar er að efla hæfni stuðningsfulltrúa til að vinna með læsiseflandi smáforrit í starfi með 6-9 ára gömlum börnum í gegnum leik. Unnið er út frá hugtakinu læsi í víðum skilningi sem er úrvinnsla þess sem við sjáum og skynjum. Læsi er því notað yfir alla þá þekkingu, skilning og hugsun sem á sér stað til þess að öðlast færni á öllum sviðum samfélagsins.

Frístundalæsi er hugmyndabanki ætlaður frístundaheimilum Reykjavíkurborgar. Þar er að finna fjölbreytt verkefni sem nota má til að efla mál og læsi barna í víðum skilningi í gegnum leik með skemmtilegum óhefðbundnum aðferðum.

Í þessari smiðju verða nokkur verkefni kynnt af heimasíðu Frístundalæsis sem hafa verið aðlöguð að þörfum stuðningsfulltrúa. Megináhersla verður lögð á notkun smáforrita þar sem þátttakendur fá tækifæri til að spreyta sig á fjölbreyttum læsiseflandi verkefnum sem hægt er að nýta í vinnu með börnum í grunnskóla og nærumhverfi hans.

Kennarar: Fatou N’dure Baboudóttir og Tinna Björk Helgadóttir
Hvar: Fjarnámskeið á zoom - Skráðir þátttakendur fá sendan hlekk
Hvenær: 12. ágúst kl. 09:00-12:00
Þátttökugjald: kr. 4.000,-
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse