Viltu tala íslensku við mig?
Þessu námskeiði hefur verið frestað og mun vera auglýst aftur síðar á haustönn 2021.

Skráðir þátttakendur verða látnir vita þegar ný dagsetning er ljós og gefin kostur á að skrá sig á ný.

Markhópur:
Kennarar sem kenna nemendum með íslensku sem annað mál

Markmið:
Markmið með smiðjunni er að kynna nýja kennsluaðferð í íslensku sem öðru máli þar sem nemendur læra íslensku í samskiptum eftir nýstárlegum og skemmtilegum leiðum.

Lýsing:
Það er nauðsynlegt að bjóða upp á fjölbreyttar leiðir þegar kemur að íslenskukennslu fyrir nemendur með íslensku sem annað mál. Viltu tala íslensku við mig?, er verkefni sem býður upp á nýja nálgun í íslenskukennslu þar sem nemendur geta lært íslensku um leið og þeir eiga samskipti í raunverulegum aðstæðum eins og á skrifstofunni, á bókasafninu, í heimilisfræði o.fl, þannig er námið gert hagnýtt, aðgengilegt og skemmtilegt.
Í vetur hefur hópur nemenda með íslensku sem annað mál í skólunum í Grafarvogi og á Kjalarnesi tekið þátt í fjölbreyttum samskiptaverkefnum og aukið þannig færni sína í íslensku. Verkefnið Viltu tala íslensku við mig? hefur einnig vakið athygli á mikilvægi þess að tala íslensku í skólasamfélaginu en við teljum það sameiginlegt verkefni okkar allra í skólunum að styðja við samskipti á íslensku, ekki bara kennara sem kenna íslensku sem annað mál.

Allt starfsfólk skólanna hefur fengið fræðslu um fjölmenningu, fjölmenningarlega kennsluhætti og mikilvægi þess að tala íslensku við þá sem eru að læra íslensku. Erlendu starfsfólki hefur verið boðið upp á íslenskunámskeið þar sem unnið er eftir aðferðum Íslenskuþorpsins með því að virkja samstarfsfólk til stuðnings við íslenskunámið.

Kennarar: Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir og fleiri
Þátttökugjald: kr. 4.000,-
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse