Málþing um aukna þátttöku fólks af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi.
Hvernig á að ná betur til fólks af erlendum uppruna og fjölga því í skipulögðu íþróttastarfi?

Þessi spurning hefur aldrei verið mikilvægari en einmitt nú!

Vertu með! Aukin þátttaka barna og ungmenna af erlendum uppruna í íþróttum er yfirskrift málþings sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands standa fyrir miðvikudaginn 25. maí á hótel Nordica kl. 09:00 – 12:00.

Starfsfólk, stjórnendur og sjálfboðaliðar íþróttahreyfingarinnar sem og starfsfólks sveitarfélaga er sérstaklega boðið velkomið.

Áhugaverð og gagnleg erindi eru á dagskránni og fá gestir að heyra frá því hvernig forsvarsfólk nokkurra íþróttafélaga hefur náð betur en áður til barna og ungmenna af erlendum uppruna og fjölgað þeim í skipulögðu íþróttastarfi. Gaman og gagnlegt verður fyrir alla að heyra hugmyndir ráðstefnugesta sem geta bætt leiðirnar og gert gott starf enn betra.

Viðburðinum verður streymt á Facebook.
Aðgangur er ókeypis.
Léttar veitingar í boði.

Skráningafrestur er til 22. maí nk.
Sign in to Google to save your progress. Learn more
Nafn *
Netfang *
Hvaðan kemur þú? (Frá íþróttafélagi, stjórn, sveitarfélagi, þjálfari, sjálfboðaliði, foreldri...) *
Ætlar þú að mæta á svæðið eða vera með í gegnum streymi? *
Takk fyrir skráninguna!
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy