Fagmennska í samskiptum við foreldra af erlendum uppruna
Þessu námskeiði hefur verið frestað um óákveðin tíma. Þátttakendur verða látnir vita um leið og ný dagsetning liggur fyrir.

Markhópur: Kennarar

Markmið:
Að styðja við farsæl foreldrasamskipti þrátt fyrir tungumála- og menningarmun.

Lýsing:
Á námskeiðinu verður fjallað um áhrif væntinga á samskipti og þær áskoranir sem kunna að koma upp. Skoðað verður hvernig menningarmunur getur haft áhrif á samskipti við foreldra með fjölbreyttan bakgrunn og tekin verða hagnýt dæmi úr skólastarfi.

Hvernig skipuleggja þarf upplýsingagjöf til ólæsra foreldra. Hvað þarf að hafa í huga í vinnu með túlkum og hvaða leiðir megi fara til að yfirstíga tungumálahindranir s.s. tæknilausnir.

Námskeiðið byggir á móttökuáætlun Reykjavíkurborgar og farið verður yfir verkferla um móttöku og þá eftirfylgd sem nauðsynleg er til þess að byggja upp farsæl foreldrasamskipti.

Kennarar: Ráðgjafar MML
Hvar: Háteigsskóli
Hvenær: 12. ágúst kl. 09:00-16:00
Þátttökugjald: kr. 6.000,-
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse