Samþætting námsgreina í gegnum vettvangsferðir: Sögur, samvera og sköpun

Markhópur: Allir kennarar

Lýsing: námskeiðið er ætlað að veita kennurum innblástur og nýjar hugmyndir fyrir komandi skólaár. Sóley deilir reynslu sinni af því að hafa fundið neistann aftur í kennslu þegar hún breytti um kennsluaðferðir og ákvað að leggja áherslu á sögur, leiki og vettvangsferðir. Með tímanum urðu kennsluaðferðir fjölbreyttari og fann hún ýmsar nýjar leiðir til að nálgast viðfangsefnið. Sóley ákvað að í hverri viku færi hún með bekkinn sinn í vettvangsferðir á ýmiss söfn og hóf meðal annars samstarf við Þjóðminjasafnið. Unnið var með þema á hverju tímabili og hvert verkefni metið út frá hæfniviðmiðum. Nemendur fóru í úti- og innileiki sem tengdust þemanu, unnu áþreifanleg verkefni í skólanum og fengu leiðsögn og fræðslu frá safni sem tengdist hverju þema. Jákvæð samskipti og samvinna voru í fyrirrúmi og samvinna heimila og skóla þar sem foreldrar fóru með í margar ferðir.

Markmiðið með þróunarverkefni Sóleyjar er að vekja áhuga nemenda í gegnum fjölbreytta kennslu sem og að efla menningarlæsi og umhverfisvitund. 

Eftir námskeiðið ættu þátttakendur að hafa fengið hugmyndir að því hvernig hægt er að kenna í gegnum sögur, leiki og vettvangsferðir með það markmið að vekja áhuga nemenda sinna og kynna þeim fyrir áþreifanlegum verkefnum sem virkja öll skynfæri. 

Hvenær: 9. ágúst kl 13:00 - 17:00

Kennarar: Sóley Ó. H. Elídóttir kennari í Skóla Ísaks Jónssonar, gestakennari Anna Leif Auðar Elídóttir safnkennari á Þjóðminjasafninu

Hvar: Háteigsskóli

Sign in to Google to save your progress. Learn more
Email *
Nafn *
Kennitala *
Skóli *
Gsm símanúmer *
Greiðandi *
A copy of your responses will be emailed to the address you provided.
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
reCAPTCHA
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse