Veffundur um upplýsingavefinn Vegvísi.is:         Hvað er á áætlun og erum við að ná árangri?
Vegvísir.is er nýr gagnvirkur upplýsingavefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Í tilefni af formlegri opnun verður Vegvísir kynntur á veffundi þriðjudaginn 1. júní kl. 13:00-13:45. Vegvísir markar tímamót með nýstárlegri framsetningu á opinberum gögnum, en þar verður hægt að fylgjast með fjármögnun, framvindu og árangri í yfir 500 verkefnum og 60 mælikvörðum. Vefnum er ætlað að vera gagnvirkt mælaborð um samgöngur, fjarskipti og byggðamál og leiðarvísir fyrir almenning um þessa málaflokka.

Kynningarfundurinn er liður í dagskrá Nýsköpunarvikunnar, sem haldin er 26. maí-2. júní.

Fundinum er streymt á netinu á YouTube-rás Stjórnarráðsins. Fundurinn er opinn öllum en við hvetjum fólk til að skrá þátttöku. Þeir sem skrá sig fá sendan hlekk á vefstreymið.

DAGSKRÁ

+ Tímamót í miðlun opinberra gagna
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

+ Vegvísir að lykilupplýsingum – hvað er á áætlun og erum við að ná árangri?
Ingilín Kristmannsdóttir, skrifstofustjóri stefnumótunar og fjármála

+ Kynning á Vegvísi.is
Hrafnkell Hjörleifsson, sérfræðingur og ritstjóri Vegvísis.is

+ Spurningar í vefútsendingu

Fundarstjóri: Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri

Sign in to Google to save your progress. Learn more
Nafn *
Netfang *
Vinnustaður *
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy