Hreinsunardagur Golfklúbbs Borgarness
Laugardaginn 7. maí kl. 09:00
Áætlað er að vinnu ljúki kl. 12:00 og þá verður boðið uppá súpu á Hótel Hamri.

Nú fer að líða að því að opnað verður inná sumargrín á Hamarsvelli. Völlurinn kemur vel undan vetri en það hefur verið dálítið kalt undnafarið og nokkuð blautt. Þannig að það þarf að fara varlega og ganga vel um völlinn. Sérstaklega á blautum og viðkvæmum svæðum.

Við ætlum að blása til Hreinsunardags laugardaginn 7. maí kl. 09:00. Það vantar aðstoð til að gera svæðið okkar sem flottast og glæsilegast fyrir sumarið. Margar hendur vinna létt verk!

Boðið verður uppá súpu eftir vinnuna sem ætti að ljúka um kl. 12:00.

Eftir það þá endurvekjum við Tillektarmótið okkar og spilum nokkrar holur.

Athugið! Mótið verður einungis fyrir þá kylfinga sem taka þátt í Hreinsunardeginum.

Með vorkveðju,

Golfklúbbur Borgarness
Sign in to Google to save your progress. Learn more
Nafn *
Tölvupóstfang *
Símanúmer *
Ég borða súpu eftir hreinsunardaginn? *
Ég vil taka þátt í Tiltektarmótinu? *
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy