Útinám fastur liður í daglegu skólastarfi
Markhópur: Grunnskólakennara

Útikennsla hefur verið í stöðugri þróun og er víða notuð með góðum árangri þar sem hún býður upp á sérstaka nálgun í námi. Í útikennslu fá nemendur tækifæri til að nálgast t.d. bóklegt námsefni með áþreifanlegum hætti í óhefðbundnum aðstæðum. Við það vaknar oft á tíðum ný sýn, meiri áhugi og aukinn skilningur meðal nemenda á
námsefninu.

Leiðbeinandi á námskeiðinu hefur langa reynslu af útikennslu með nemendum í 1.-7. bekk í stærðfræði, íslensku, samfélagsfræði og náttúrufræði og mun taka dæmi sem reynst hafa vel. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á hvernig nálgast má ýmsar bóklegar greinar með skemmtilegum og spennandi útiþrautum þar sem reynir bæði á
huga og hönd.

Fyrri hluti námskeiðsins verður innandyra þar sem farið verður yfir hugmyndirnar að baka útikennslu og hvað gott er að hafa í huga við undirbúning og framkvæmd útikennslustunda. Í seinni hluta námskeiðsins fer hópurinn út undir bert loft. Þar fá þátttakendur tækifæri til að prófa og sjá útfærslur á ýmsum verkefnum sem nýst geta
í kennslu en markmiðið er að allir geti farið heim með hugmyndir sem auðvelt er að nota í flestum námsgreinum.

Leiðbeinandi: Hrafnhildur Sigurðardóttir umsjónarkennari í Sjálandsskóla
Hvar: Hlaðan og svæðið við Gufunesbæ
Hvenær: 12. ágúst kl. 09:00-12:00
Þátttökugjald: 4.000 kr.
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse