Umsókn í IPOT
Ertu búin að vera að spá í því hver næstu skref þín innan AFS ættu að vera? Ertu búin að vera virk/ur/t í deildarstarfi en ert tilbúin/n/ð í ný verkefni. Varstu virk/ur/t áður en hefur dottið út og langar að taka þátt aftur? Þá gæti IPOT verið eitthvað fyrir þig.

Hvað er IPOT?
IPOT stendur fyrir Iceland Pool of Trainers - þjálfaralaug Íslandi - og er samansafn af reyndum sjálfboðaliðum AFS sem standa að þjálfun annara sjálfboðaliða ásamt fleiru. Sjálfboðaliðar sem hafa starfað með AFS í lengri tíma og hafa áhuga og reynslu til þess að deila þekkingu sinni með öðrum sjálfboðaliðum.

Hver eru verkefni IPOT?
IPOT var stofnað með það að leiðarljósi að halda utan um þjálfara AFS og gefa þeim grundvöll til að hittast og miðla þekkingu sinni ásamt því að halda inni reyndari sjálfboðaliðum sem hafa áhuga á öðrum verkefnum.

Helstu verkefni IPOT eru eftirfarandi:
Umsjón námskeiða og trygging gæða
Yfirferð og endurnýjun námskeiðsgagna
Innleiðing fræðslumarkmiða AFS í starfið á markvissan hátt
Þarfagreining og þjálfun annara sjálfboðaliða

Hverjir geta sótt um í IPOT?
-Sjálfboðaliðar sem uppfylla einhver af eftirfarandi atriðum:
-Hafa áhuga á að þróa AFS starfið og miðla þekkingu sinni
-Eru reyndir AFS sjálfboðaliðar
-Hafa verið umsjónarmenn á námskeiðum
-Hafa áhuga á að auka gæði námskeiða og starfsins í heild
-Eru að leita að nýjum verkefnum innan samtakanna
-Vilja taka þátt í að innleiða fræðslumarkmið AFS International í starf AFS á Íslandi
-Hafa reynslu af deildarstarfi
-Eru búin að afla sér þekkingar og þjálfunar innan AFS og/eða utan

Við bjóðum reyndum AFS sjálfboðaliðum að sækja um óháð staðsetningu á landinu. Markmiðið er að hópurinn sé fjölbreyttur og er hugtakið “reyndur sjálfboðaliði” því heldur vítt.

Hver er skuldbindingin við IPOT?
Við leitum að sjálfboðaliðum sem eru til í að vera með í eitt ár í senn. Reglulegir fundir munu vera haldnir þar sem farið verður yfir verkefnin sem eru framundan ásamt því að eiga skemmtilega stund saman. Við stefnum á að hafa 1-2 fundi í mánuði (sem geta þó verið fleiri ef um stærri verkefni er að ræða). Fundir munu fara fram á skrifstofu samtakanna og í gegnum netið.

Ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við Anke eða Natalie

Sign in to Google to save your progress. Learn more
Nafn *
Fæðingardagur *
MM
/
DD
/
YYYY
Netfang *
Hvað ertu að bralla í lífinu fyrir utan AFS? *
Reynsla innan AFS *
Látið eftirfarandi koma fram: Sjálfboðaliðaaldur, reynslu af undirbúning viðburða, reynslu sem leiðbeinandi á námskeiði, reynslu sem umsjónarmann námskeiða, annað sem skiptir máli
Hvers vegna langar þig að vera hluti af IPOT? *
Annað sem þú vilt koma á framfæri *
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy