Töfrakistan – leysum okkar eigin fjársjóð úr læðingi með aðferðum jákvæðrar sálfræði
Markhópur: Leik- og grunnskólakennarar og frístundaleiðbeinendur

Námskeiðslýsing: Það býr fjársjóður innra með okkur öllum sem gerir okkur kleift að lifa hamingjuríku lífi þar sem við fáum notið okkar í leik og starfi. Námskeiðið er tvískipt, annarsvegar verður farið í mikilvægi þess að hlúa að okkur sjálfum í starfi og hins vegar kenna leiðir til að þjálfa færni nemenda í sinni eigin velferð. Kennsluleiðir námskeiðsins eru fjölbreyttar og stór hluti námskeiðs er verklegur þar sem þátttakendur fá að spreyta sig á hinum ýmsu verkefnum. Markmiðið er að í lok námskeiðs fari þátttakendur af stað inn í kennsluárið með töfrakistu fulla af alls kyns hagnýtum verkfærum til að nýta beint í kennslu og ekki síst verkfæri sem miða að því að styrkja okkur sjálf.

Erla Súsanna er grunnskólakennari til 13 ára og hefur brennandi áhuga á jákvæðri menntun þar sem velferð nemenda er haft að leiðarljós. Í kennslu sinni sl. 6 ár kenndi hún m.a. núvitund og yoga.  Erla Súsanna er með alþjóðleg kennsluréttindi í yoga bæði fyrir fullorðna og ungmenni. Hún er með diplóma á meistarastigi í jákvæðri sálfræði. Hún er með kennararéttindi í Núvitund auk þess sem hún hefur setið ótal námskeið og fyrirlestra sem tengjast hugrækt barna. Hún heldur einnig úti instagram reikningi sem ber heitið Töfrakistan þar sem hún deilir hugmyndum sínum.

Kennarar: Erla Súsanna Þórisdóttir
Hvar: Fjarnámskeið
Hvenær: Kennt verður í fjögur skipti 17., 24. og 31 janúar og 7. febrúar 2022 frá kl 14:30-16:00 alla daganna.
Þátttöku- og efnisgjald: kr. 4.000,-

Sign in to Google to save your progress. Learn more
Email *
Nafn *
Kennitala *
Skóli *
Gsm símanúmer *
Greiðandi *
A copy of your responses will be emailed to the address you provided.
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
reCAPTCHA
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse