Styrkir vegna viðburða í Evrópskri ungmennaviku 24. - 30. maí 2021

Evrópsk ungmennavika verður haldin með viðhöfn um alla Evrópu dagana 24. - 30. maí þrátt fyrir Covid.  Landskrifstofa Erasmus+ og Eurodesk á Íslandi munu veita allt að 200.000 kr. styrki til  íslenskra samtaka/hópa til að standa fyrir viðburðum í Evrópsku ungmennavikunni. Viðburðirnir geta verið í raunheimum eða rafrænir. Slagorð Evrópsku ungmennavikunnar 2021 er "Með framtíðina í okkar höndum" og áherslan er á að virkja ungt fólk til þátttöku í samfélaginu.  
   
Umsóknarfrestur er til sunnudagsins 16. maí kl. 23:59

Niðurstöður munu liggja fyrir 18. maí.

Hverjir geta sótt um?

- Æskulýðsfélög og önnur félagasamtök
- Sveitarfélög (félagsmiðstöðvar og ungmennaráð) og aðrir opinberir aðilar
- Styrkþegar Erasmus+
- Óformlegir hópar ungs fólks (a.m.k. einn úr hópnum þarf að vera orðin/-nn 18 ára)

Þema viðburða þurfa að tengjast einu eða fleiri af eftirfarandi:

- Lýðræðisleg og/eða borgaraleg þátttaka ungs fólks
- Inngilding (e. inclusion) og fjölbreytileiki
- Loftslagsmálum, umhverfisvernd eða sjálfbærni
- Áhrif heimsfaraldurs á andlega og líkamlega heilsu ungs fólks
   
Það er undir ykkur komið hvernig viðburðirnir verða og ekki hika við að vera skapandi og hugmyndarík!

Við mat á umsóknum verður helst skoðað:
- Fjöldi þátttakenda (hversu mörg ungmenni verða virk í verkefninu og hvort að verkefni komi til með að hafa áhrif á aðra í nærsamfélaginu)
- Sýnileiki verkefnisins
- Samræmi milli fjárhagsáætlunar og markmiða verkefnisins
- Staðsetning verkefnis (reynt verður að styrkja verkefni á sem flestum stöðum)

Hámarks styrkur sem hægt er að sækja um er 200.000 kr og miðar hann við raunkostnað við framkvæmd verkefnisins. Athugið að Landskrifstofa Erasmus+ og Eurodesk á Íslandi áskilja sér rétt til að lækka heildarstyrk til viðburða ef ástæða þykir til.

Styrkhæfur kostnaður er:
- Leiga á aðstöðu eða búnaði
- Efniskostnaður (t.d. á kynningarefni)
- Kostnaður vegna leiðbeinanda, listamanna o.s.frv. (ekki laun fastra starfsmanna umsækjenda)
- Veitingar

Fyllið inn formið og smellið á "Submit" til að senda inn umsóknina.

Sign in to Google to save your progress. Learn more
Email *
Umsóknareyðublað vegna viðburða í Evrópskri ungmennaviku
Um umsækjanda
Nafn umsækjanda (félag, stofnun, hópur) *
Nafn löggilts fulltrúi samtaka *
Sá aðili sem skrifar undir samning fyrir hönd umsækjanda, verður að vera yfir 18 ára.
Heimilisfang *
Sími *
Hafið þið framkvæmt/tekið þátt í verkefni sem styrkt er af Erasmus+? *
Um viðburðinn
Titill/heiti viðburðar *
Hvenær fer viðburðurinn fram? *
Getur verið einn eða fleiri dagar
Hver eru markmið viðburðarins? *
Gefið lýsingu á viðburðinum. *
Hver er áætlaður fjöldi ungs fólks sem tekur virkan þátt í viðburðinum og hver eru þessi ungmenni? *
Hvernig verður kynningu á viðburðinum háttað? *
Fjárhagsáætlun
Heildarupphæð sem sótt er um. Hámarksstyrkur er 200.000 kr *
Þessi upphæð á að vera í íslenskum krónum
Fjárhagsáætlun *
Hér þarf að taka fram öll þau atriði sem nýta á styrkinn til að greiða fyrir og áætlaðan kostnað við hvert atriði. Ekki er hægt að sækja um styrk fyrir launum fastra starfsmanna.
Bankaupplýsingar
Reikningsnúmer *
Nafn reikningshafa *
Kennitala reikningshafa *
Netfang reikningshafa *
Annað?
Ef það er eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri.
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy