Fákar og fjör - Haustnámskeið
Í haust hefst 12 vikna reiðnámskeið fyrir börn og unglinga sem vilja æfa hestamennsku undir handleiðslu menntaðra reiðkennara. Fyrri hlutinn er 6 vikna tímabil (lok ágúst - október) þar sem nemendur verða aðallega í verklegum reiðtímum og kennt verður tvisvar til þrisvar í viku. Síðari hlutinn (vika 7 - 12) verður bóklegt tímabil þar sem kennt verður einu sinni í viku. Við leggjum mikla áherslu á að hver og einn nemandi fái kennslu við hæfi sem hentar getustigi og áhugasviði, og ekki síst að stuðla að góðum vinskap.
Námskeiðsgjald er: 44.500,- (hægt að nota frístundastyrkinn).

Gert er ráð fyrir að nemendur mæti með sína eigin hesta, en eins og áður kappkosta Karen og Sif við að aðstoða við milligöngu um hesta til leigu fyrir nemendur sem ekki hafa aðgang að hesti.

Á haustönn býðst nemendum að leigja pláss á kostnaðarverði í félagshesthúsi Fáks. Þar sinna þau verkum sem fylgja því að eiga/sjá um hesta. Þau sjá því sjálf um að setja út, vigta hey, raka til í stíum, bera undir, beita hestunum og ekki síst að rækta vinskap við hestinn sinn.


Skipt verður í hópa eftir aldri og reynslu:

Þrep 1: Aldursviðmið: 8 - 12 ára. Hentar börnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennsku. Kennd verða grunnatriði í reiðmennsku og lögð áhersla á að nemendur læri í gegnum leik. Hér er er einnig byrjað að leggja áherslu á vandaða reiðmennsku og leggja grunn að því að nemendur læri að setja sér markmið.
Tímasetningar: (auglýstar síðar)

Þrep 2: Aldursviðmið: 10 - 12 ára. Hentar börnum og unglingum sem eru orðin nokkuð vön og treysta sér til útreiða. Við setjum markmið í upphafi námskeið, áhersla lögð á vandaða grunnreiðmennsku og uppbyggilega þjálfun hestsins. Nemendur verða undirbúnir undir að taka knapamerkjapróf 1.
Tímasetningar: (auglýstar síðar)

Þrep 3: Aldursviðmið: 12 ára og eldri. Hentar börnum og unglingum sem eru orðin nokkuð vön og treysta sér til útreiða. Við setjum markmið í upphafi námskeið, áhersla lögð á vandaða grunnreiðmennsku og uppbyggilega þjálfun hestsins. Nemendur verða undirbúnir undir að taka knapamerkjapróf 1 og 2.
Tímasetningar: (auglýstar síðar)

ÞREP 4 : Aldursviðmið: 15 ára og eldri. Einstaklingsmiðað námskeið þar sem mikil áhersla er lögð á markmiðasetningu, gagnrýna hugsun og að efla sjálfstæði í vinnubrögðum. Vönduð grunnreiðmennska, uppbyggileg þjálfun hestsins og samspil ábendinga eru lykilatriði. Undirbúningur fyrir knapamerki 1-5 (fer eftir stöðu hvers og eins).
Tímasetningar: (auglýstar síðar)

Reiðkennarar eru Sif Jónsdóttir og Karen Woodrow

Við byrjum í lok ágúst/byrjun september 😊 (nánari uppl. um nákvæma dagsetningu kemur von bráðar)

*ATH! Nemendur og foreldrar sem fá leigt pláss í félaghesthúsi Fáks bera ábyrgð á sínum hesti og hjálpast að með gjafir. Um helgar þurfa nemendur að taka að sér 1-2 gjafir og þurfa foreldrar að aðstoða börnin. (Nánari upplýsingar verða veittar um fyrirkomulag varðandi gjafir þegar námskeiðið hefst).


Чтобы сохранить изменения, войдите в аккаунт Google. Подробнее…
Nafn barns *
Þrep *
Kennitala barns *
Nafn foreldris/forráðamanns *
Símanúmer foreldris/forráðamanns *
Símanúmer 2
Tölvupóstur 1 *
Tölvupóstur 2
Kennitala greiðanda *
Vill nota frístundastyrkinn? *
Ég óska eftir plássi í félagshesthúsi Fáks *
Ég óska eftir lánshesti *
Aðrar mikilvægar upplýsingar/athugasemdir?
Отправить
Очистить форму
Никогда не используйте формы Google для передачи паролей.
Компания Google не имеет никакого отношения к этому контенту. Сообщение о нарушении - Условия использования - Политика конфиденциальности