Heilsuefling og forvarnir í skólum
Markhópur: Grunnskólakennarar og fagfólk sem sinnir heilsueflingu og forvörnum í skólum

Markmið: Skólinn er einn ákjósanlegasti vettvangurinn til þess að ná til barna og ungmenna til að efla heilsu og sinna forvörnum. Mikilvægt er að unnið sé markvisst og á heildrænan hátt innan skólans að áætlunum sem ná til allra árganga. Kennarar og annað fagfólk innan skólans sem sinnir þessu starfi þarf fræðslu og stuðning til að árangur náist.

Um smiðjuna: Nálgun Heilsueflandi grunnskóla verður kynnt og sérstökum sjónum verður beint að Ráðleggingum um heilsueflingu og forvarnir í skólum sem hafa verið í þróun hjá embætti landlæknis. Farið verður markvisst yfir ráðleggingarnar og hvernig þær geta stutt skólana og starfsfólk til að gera markvissar áætlanir um heilsueflingu og forvarnir. Farið verður inn á þætti sem tengjast lífsleikni (s.s. svefn, koffín, nikótín, samfélagsmiðlar, kynfræðsla, áfengi- og önnur vímuefni o.s.frv.) en einnig verður tengt við þætti geðræktar (s.s félags- og tilfinningafærni, seiglu o.fl.). Rætt verður um hvernig námsefni hentar best og hvaða kennsluhætti væri æskilegast að nota.

Kennarar: Ingibjörg Guðmundsdóttir, Sólveig Karlsdóttir, Rafn M. Jónsson?
Hvar: Háteigsskóli
Hvenær: 11. ágúst kl. 09:00-12:00
Þátttökugjald: kr. 4.000,-

Sign in to Google to save your progress. Learn more
Email *
Nafn *
Kennitala *
Skóli *
Gsm símanúmer *
Greiðandi *
A copy of your responses will be emailed to the address you provided.
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
reCAPTCHA
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse