Stórferð Ferðaklúbbsins 4x4 2021
Nú á að reyna að klára Stórferð 2020 eins og áætlað var í fyrra, samkvæmt sóttvarnarreglum er það mögulegt. Eins og í fyrra verður farið á Mývatn og hefst ferðin á Mývatni föstudagsmorgun 19. mars kl. 9:00 og ferðinni lýkur laugardaginn 20. mars um kvöldið.

Dagskráin er hefðbundin:
Föstudagur: Hittingur þar sem farið verður yfir leiðarval dagsins með norðanmönnum.  
Leiðin verður valin eftir snjóalögum og veðri. Þetta er stóri ferðadagurinn þannig að gott er að nesta sig vel.

Laugardagur: Hittingur eins og á föstudeginum og farið yfir þær leiðir sem verða í boði. Á þessum degi verður ekið styttra en á föstudeginum.
Vegna Covid 19 verður ekki sameiginlegur matur eins og áætlað var heldur borða hóparnir á sínum hótelum, boðið verður upp á samskonar mat á hótelunum og gætt verður að sóttvörnum.

Engin sérstök skemmtun verður vegna samkomutakmarkana, en þó er búið að taka frá félagsheimilið Skjólbrekku ef svo færi að sóttvarnarreglur leyfðu samkomur af þeirri stærðargráðu sem við þyrftum.

Sunnudagurinn er heimferðardagur og ekkert skipulagður. Fólk ræður því hvaða leið það fer til síns heima.

Þátttökugjald kr. 4.000,- per mann þarf að greiða strax og þar með staðfesta skráningu. ATH greiðsla í fyrri stórferð er þessari stórferð óviðkomandi. Aðeins 200 sæti eru í boði vegna covid takmarkana.  
Reikningsnúmer er 0133-26-014444 kt. 701089-1549
 
Eina skilyrðið fyrir þátttöku í ferðinni er að einn aðili í bíl sé greiddur félagi í Ferðaklúbbnum 4x4.

Ath. Selhótel og Hótel Laxá eru frátekin fyrir þá sem þátt taka í ferðinni þannig að gistiskráning fer í gegnum okkur. Munið að skrá ykkur í réttann hóp svo hægt verði að skipuleggja allt mjög vel.

Skipt verður í hópa á föstudegi og laugardegi og verður hópstjórum tilkynnt með hverjum hópurinn þeirra fer með.

Meiri upplýsingar koma þegar nær dregur, auk þess að við munum senda upplýsingar á uppgefin netföng, þannig að þau verða að vera rétt.  

Sign in to Google to save your progress. Learn more
Úr Stórferð á Mývatn
Nafn *
Nafn þátttakanda
Kennitala þátttakanda *
Félagsnúmer *
Félagsnúmer á formi Annn þar sem A er bókstafur og nnn er númer
Heiti hóps *
Heiti ferðahóps
Hópstjóri *
Er þetta hópstjóri sem er verið að skrá?
Nafn farþega
Nafn á farþega, ef fleiri en einn þá koma öll nöfnin með kommu á milli
Kennitölur farþega
Kennitölur farþega, ef fleiri en ein hafa kommu á milli. Ekki hafa "-" í kennitölunni
GSM *
GSM símanúmer, hver bíll verður að hafa eitt númer
Tölvupóstur *
E-mail á formi x@lén
Bíltegund *
Tegund bíls, dæmi: Toyota hilux
Dekkjastærð *
Dekkjastærð í tommum, dæmi: 44
Bílnúmer *
Númerið á bílnum
Hótelgisting
Þeir sem ætla að fá gistingu á Hótel Mývatn (Selhótel) panta hér. Athugið að þeir sem panta 3 nætur hafa forgang ef herbergin klárast. Athugið að ekki á að velja fleiri en einn dálk, en ef fleiri dálkar eru valdir þá er dálkur með flestar nætur sem ræður.
Fim-Sun (3 nætur)
Fös-Sun (2 nætur)
Lau-Sun (1 nótt)
1 manns
2 manna
3+ manna
Athugasemdir
Hér er hægt að koma á færi upplýsingum sem rúmast ekki í svörunum að ofan. Dæmi ef það eru fleiri en 2 í herbergi, þá þarf að setja fjöldann hér. Eins þeir sem eru með fæðuofnæmi eða á sérfæði sem þarf að taka tillit til. Haft verður samband við þá sem eru með fæðuofnæmi eða sérfæði.
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This form was created inside of tolvu.net. Report Abuse