Opinskátt um ofbeldi við börn
Markhópur: Starfsfólk grunnskóla

Um námskeiðið: Að uppfræða starfsfólk grunnskóla um ólíkar tegundir ofbeldis sem börn á grunnskólaaldri geta orðið fyrir s.s. netníð, andlegt og kynferðislegt ofbeldi. Þá verður fjallað um mikilvægi þess ræða opinskátt um ofbeldi við börnin og ekki síst til að hvetja börn til að tjá sig opinskátt um ofbeldi. Opinská umræða getur komið í veg fyrir ofbeldi og stöðvað það. Þá verður einnig komið inn á mikilvægi virkar þátttöku nemenda í skólastarfi í anda Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna ásamt forvarnargildis jákvæðs skólabrags sem getur dregið úr neikvæðum samskiptum og ofbeldi. Við lok námskeiðsins á starfsfólk að hafa fleiri verkfæri í verkfærakistum þeirra til að geta borið kennsl á ofbeldi og rætt opinskátt um það við nemendur.

Markmið: Að þjálfa starfsfólk grunnskóla í að vera betur í stakk búið til að ræða opinskátt um ofbeldi við nemendur svo þeir geti tekið afstöðu gegn ofbeldi. Koma í veg fyrir ofbeldi og uppræta það.

Kennari: Ellen Calmon og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir
Hvenær: 13. ágúst 10:00 - 11:20
Staðsetning: Háteigsskóli
Sign in to Google to save your progress. Learn more
Email *
Skóli *
Fjöldi þátttakenda frá skóla *
Nöfn þátttakenda (ef þau liggja fyrir)
A copy of your responses will be emailed to the address you provided.
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
reCAPTCHA
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse