Skráning á aðalþing SÍF 2019
Góðan daginn

Dagana 13-15. september næstkomandi heldur Samband íslenskra framhaldsskólanema aðalþing sitt í Háskólanum í Reykjavík. Verkefnið var styrkt af Rannís og mun SÍF halda hagsmunaskólann sömu helgi í fyrsta sinn. Þetta er mikilvægur vettfangur fyrir nemendafélögin til þess að koma saman og mynda sameginlega stefnu í málefnum nemenda. Við hvetjum öll nemendafélög að fullnýta tilskipuð sæti sín og ef ekki næst að fullskipa, auglýsa til allra áhugasama innan skólans.

Þingfulltrúar eru beðnir um að skrá sig fyrir 5. september. Skráningareyðublað má finna hér.
Fjöldi fulltrúa á hvert nemendafélag ræðst af fjölda nemenda í félaginu, samkvæmt 20. gr. laga SÍF. Eftirfarandi er stytt útgáfa:

Hvert aðildarfélag með 500 eða færri nemendum hefur fasta 3 fulltrúa. Eftir það bætast við fulltrúar sem hér segir:
1 fulltrúi fyrir 501-750
1 fulltrúi fyrir 751-1000
1 fulltrúi fyrir 1001-1250
Og einn fulltrúi fyrir hverja byrjaða 500 nemendur þar á eftir.

-SÍF niðurgreiðir bensínkostnað gegn framvísun greiðslukvittanna fyrir fulltrúa frá skólum utan höfuðborgarsvæðisins.  Skila þarf inn kvittunum eigi síðar en 30 dögum eftir samandsstjórnarfundinn til að fá niðurgreiðslu. Krafa er gerð um að þátttakendur taki virkan þátt í hið minnsta 80% af dagskrá fundarins til að öðlast rétt á niðurgreiðslu.  
- Athugið að SÍF greiðir eingöngu ódýrasta ferðakost mögulegan. Eindregið er mælst til þess að allir bílar séu fylltir eða að minnsta kosti 3 séu í hverjum bíl. SÍF getur hjálpað til við að koma fólki saman í bíl en við biðjum um upplýsingar um bílamál hér að neðan. Niðurgreiðsluviðmið má sjá hér fyrir neðan. Ef þú ert í vafa um kostnað/niðurgreiðslu geturðu haft samband á neminn@neminn.is. Neyðist fulltrúi til að fljúga á fundarstað skal það gert á samráði við framkvæmdarstjórn SÍF og skal flugmiðinn bókast sem allra fyrst.

SÍF sér um að útvega hádegismat, kaffi og meðlæti á fundinum en einnig gott að fólk komi með snarl með sér telji það sig þurfa. Þeir sem hafa fæðuofnæmi/óþol eða aðrar þarfir eru vinsamlegast beðnir um að taka það fram hér fyrir neðan.

Hver þátttakandi verður að skrá sig sér. Vinsamlegast staðfestið þátttöku ekki seinna en 5.september 2019.

Einnig óskum við eftir málum fyrir liðin "Önnur mál" þar sem nemendafélög geta borið mál sem gerast í þeirra skóla fyrir sambandsstjórnina.


Dagskrá aðalþings 2019 með fyrirvara um breytingar

Föstudagur 13. september 2019
16:00 Mæting, gögn afhent
16:15 Hópefli og kynning á SÍF
16:30 Samskiptahæfni
17:10 Stjórnarseta og leiðtogahæfni
18:10 Kvöldmatur
18:40 Viðburðaskipulag
19:20 Peningar, styrkir, o.fl.
20:00 Hlé á Hagsmunaskólanum

Laugardagur 14. september 2019
09:30 Mæting
09:40 Réttindi nemenda
10:50 Starfslýsing og umboð hagsmunafulltrúa
11:50 Skólaslit
12:00 Hádegismatur
12:40 Setning aðalþings
12:50 Loftslagsverkföll og umhverfisvika
13:10 Framkvæmdaáætlun lögð fram
13:25 Vinnustofa um stefnur
14:25 Kynning á niðurstöðum vinnustofa
14:35 Kaffi
14:45 Erindi frá Menntamálaráðuneytinu um heimsmarkmið nr 4, menntun fyrir alla
14:05 Vinnustofur: Hvað þýðir „menntun fyrir alla” og hvernig getum við unnið að því?
15:35 Hópefli
15:45 Hvað felst í því að vera í stjórn SÍF?
16:15 Panelumræður hagsmunaaðila
17:00 Þinghlé

Sunnudagur 15. september 2019
10:00 Framtíð #ÉgKýs
10:20 30 ára afmæli Söngkeppni framhaldsskólanna
10:40 Framhaldsskólablaðið
10:50 Kynning á LÍN
11:00 Aðalfundur settur og árskýrsla kynnt
11:20 Ársreikningur lagður fram
11:30 Rekstraráætlun og stefna lögð fram til samþykkis
12:10 Hádegismatur - framboðsfrestur rennur út
12:50 Lagabreytingatillögur
13:30 Framboð kynnt og kosið í framkvæmdarstjórn
14:30 Önnur mál
15:30 Aðalfundi og aðalþing slitið

Sign in to Google to save your progress. Learn more
Next
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This form was created inside of Samband íslenskra framhaldsskólanema. Report Abuse