Skyndihjálp fyrir laugar- og baðverði skólasundlauga
Þriðjudaginn 10. ágúst kl. 8:15-16 verður upprifjunarnámskeið í skyndihjálp fyrir baðverði og laugarverði í þeim skólum sem reka skólasundlaugar.  

Í lok námskeiðsins verður hæfnispróf fyrir laugarverði.  Samkvæmt reglugerð ber laugarvörðum að sækja skyndihjálparnámskeið og standast hæfnispróf árlega. Baðverðir eiga árlega að ljúka upprifjunarnámskeiði í skyndihjálp en þeir þurfa ekki að taka hæfnispróf.

Námskeiðið er árlegt skyldunámskeið fyrir baðverði og laugarverði sem hafa lokið hafa grunnfræðslu í skyndihjálp (16 stundir SKY 101) og sérhæfu laugarvarðarnámskeiði (8 kest).

Sótt verður um fyrir námskeiðskostnaði í starfsþróunarsjóð Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar en miðað er við að skólarnir greiði það sem eftir stendur.  

Leiðbeinandi er Oddur Eiríksson, skyndihjálparleiðbeinandi.  

Námskeiðið fer fram í Laugardalslauginni. Þátttakendur þurfa að taka með sér sundföt því það er miðað við að allir fari í laugina, hvort sem þeir taka hæfnispróf eða ekki.

Sign in to Google to save your progress. Learn more
Email *
Skóli *
Fjöldi þátttakenda frá skóla *
Nöfn og kenntiölur þátttakenda (ef þau liggja fyrir)
A copy of your responses will be emailed to the address you provided.
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
reCAPTCHA
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse