Reiðskólinn Fákar og fjör á Álftanesi - Sumar 2024
Í sumar verður boðið upp á ævintýraleg, fræðandi og skemmtileg reiðnámskeið á Álftanesi!

Sumarnámskeiðin eru fjölbreytt og henta börnum á ólíkum aldri og getustigum. Námskeiðin eru eftirminnileg upplifun fyrir börn sem langar að njóta samveru með íslenska hestinum og öðrum reiðfélögum í friðsælu umhverfi.

Skólahestarnir eru þaulreyndir kennarar og spila að sjálfsögðu aðalhlutverk á námskeiðunum ásamt duglega, skemmtilega og hjálpsama starfsfólkinu okkar!!!!

Hvað er í boði?

*Ævintýranámskeið*: Henta vel fyrir knapa sem langar að fara í skemmtilega útreiðatúra í fallegu umhverfi í bland við skemmtilega leiki og hestatengda fræðslu. Námskeiðin byggja bæði á verklegri og bóklegri kennslu. Lögð verður áhersla á að krakkarnir læri undirstöðuatriði í hestamennsku, mikilvæg öryggisatriði og skemmti sér vel! Í kennslunni verður farið um víðan völl, þar má m.a. nefna reiðtúra í fjörunni, hestaleikfimi, keppnir og fleira. Við spáum líka í náttúrunni, lærum um atferli hesta, lundarfar og fóðrun ofl. Reiðkennslan fer fram í litlum hópum sem skipt er upp eftir aldri og/eða getu. Það skiptir okkur miklu máli að nemendur okkar fái hest sem passar vel miðað við getustig og að verkefnin reyni á færni þeirra.

Aldursviðmið: 7 – 15 ára (skipt er upp í hópa eftir aldri og getu).

Ævintýranámskeiðin eru vikulöng frá kl 9:00 - 14:00 ! :)

Námskeiðsgjald er 39.500,-

----------------------------------------------------

**Ævintýranámskeið fyrir polla**: 

Námskeið fyrir þau allra yngstu (2016 - 2018) verður kennt í fámennum hópi, annarsvegar yfir vikutímabil milli kl. 09:00 - 14:00 og hinsvegar yfir 4 daga tímabil.  Við förum m.a. í reiðtúra, ásetuæfingar í gerði, lærum um hestana í sögustundum, og leikum okkur á leikvelli og út í fjöru.

Námskeiðsgjald 5 daga er 39.500,-. 18. júní – 22. júní
Námskeiðsgjald 5 daga er 39.500,-. 24. júní – 28. júní (fullt)
Námskeiðsgjald 5 daga er 39.500,-. 8. júlí - 12 júlí (fullt)
Námskeiðsgjald 4 daga er 31.600,-. 6. ágúst - 10. ágúst (fullt)

__________________________________

*** Útreiðahópur fyrir mjög vana knapa *** (nýtt)

Í sumar ætlum við að bjóða reynslumestu knöpunum okkar upp á útreiðanámskeið sem fer fram í fámennum hópi. Námskeiðið stendur yfir viku tímabil (mán - fös) á milli 10:30 og 14:00. Nemendur í þessum hópi eru vanir og öruggir knapar, sjálfbjarga á hesti og treysta sér í lengri útreiðatúra. Þeir læra að vera sjálfstæðir í vinnubrögðum og bjarga sér í hinum ýmsu verkum sem falla til í hestamennsku. Það má gera ráð fyrir að í útreiðatúrum verði farið um á ýmsum gangtegundum, frá feti og upp í stökk. Nemendur fá einnig fræðslu um ásetu og stjórnun, gangtegundir, eðli og viðbrögð hestsins og fleira. Nemendur fá jafnframt tækifæri til að styðja við yngri knapa sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennsku.

Í þessu hópi verða einungis 5-6 pláss í boði í hverjum útreiðahópi! Álftanes býður upp á ævintýralegt umhverfi og hægt er að fara um skemmtilegar reiðleiðir, s.s. í fjöru, á grasbölum eða skipulagða reiðstíga um Bessastaði.

Námskeiðið kostar 39.500,-

Eftirfarandi dagsetningar eru í boði: 

- 18. júni - 22. júní  - 8. júlí - 12. júlí - 15. júlí - 19. júlí  - 6. ágúst - 10. ágúst (ath! kennt er á laugardegi 10. ágúst vegna frídags verslunarmanna)

Vinsamlegast takið fram reynslu barnsins í skráningunni (við höfum samband ef við teljum að hópurinn henti ekki).  

_______________________________________________________________________________________

***Umsjónarmenn skólans eru þær Sif Jónsdóttir og Karen Woodrow (fakarogfjor@gmail.com)***
Þær eru báðar menntaðir reiðkennarar frá Háskólanum á Hólum og hafa þar að auki menntun og starfsreynslu á sviði uppeldis og kennslu. Sif er með meistaranám í klínískri sálfræði og viðbótarnám í hagnýtri atferlisgreiningu. Karen er með meistaranám í verkefnastjórnun (MPM) og viðbótarnám í kennslufræðum. Sif og Karen hafa báðar sameinað þekkingu úr hestafræðinni við sitt sérsvið, annarsvegar í sálfræði og hinsvegar verkefnastjórnun. Sif skoðaði áhrif hestameðferðar til að bæta líðan barna og ungmenna. Karen skoðaði hvernig hestar geta nýst fólki til að efla leiðtogahlutverk og samskipti við aðra. Sif starfar sem sálfræðingur hjá Reykjavíkurborg á sviði barna og fjölskyldna. Karen hefur síðastliðin átta ár gegnt mikilvægu hlutverki við að þróa hestakjörsvið við framhaldsskólann í Mosfellsbæ, þar sem hún starfar sem framhaldsskólakennari. 

Sif og Karen hófu samstarf sitt fyrir um 11 árum síðan þegar þær stofnuðu hestaíþróttaklúbbinn Fákar og fjör sem ætlað var að auðvelda aðgengi barna að hestamennsku á ársgrundvelli. Það má segja að vegna þeirra framlags hafi orðið breytingar til batnaðar hvað þetta varðar í hestamannafélögum víða um land sem bjóða nú upp á félagshesthús ásamt reiðkennslu fyrir nýliða og/eða börn án aðstandenda í hestamennsku yfir allt árið. 
____________________________________________________________________________________________________________

Eftirfarandi dagsetningar verða í boði:

*Ævintýranámskeið*

10. júní – 14. júní
kl. 9:00 – 14:00  *** fullt/biðlisti ***
Verð: 39.500

18. júní - 22. júní (ATH! kennt verður 22. júní í stað 17. júní.)
kl. 9:00 – 14:00  *** laust ***
Verð: 39.500

24. júní – 28. júní
kl. 9:00 – 14:00  *** FULLT/BIÐLISTI ***
Verð: 39.500

1. júlí – 5. júlí
kl. 9:00 – 14:00  *** FULLT/BIÐLISTI ***
Verð: 39.500

8. júlí – 12. júlí
kl. 9:00 – 14:00  *** laust ***
Verð: 39.500

15. júlí – 19. júlí
kl. 9:00 – 14:00  *** laust ***
Verð: 39.500

6. ágúst - 10. ágúst (ATH! kennt 10 ágúst í stað 5. ágúst sem er frídagur verslunarmanna). 
kl. 9:00 – 14:00  ***laust ***
Verð: 39.500

12. ágúst – 16. ágúst 
kl. 9:00 – 14:00  ***laust ***
Verð: 39.500

**Pollanámskeið** 

18. júní – 22. júní  (ATH! kennt verður 22. júní í stað 17. júní.)
kl. 9:00 – 14:00  *** örfá pláss laus***
Verð: 39.500

24. júní – 28. júní
kl. 9:00 – 14:00  *** FULLT/Biðlisti***
Verð: 39.500

8. júlí - 12 júlí
kl. 9:00 – 14:00  *** laust ***
Verð: 39.500

15. júlí – 19. júlí
kl. 9:00 – 14:00  *** laust ***
Verð: 39.500

**4 daga Pollanámskeið**
6. ágúst - 9. ágúst 
kl. 9:00 – 14:00   *** FULLT/Biðlisti***
Verð: 31.600

***Útreiðahópur (mjög vanir)***

18. júni - 22. júní
kl. 10:30 - 14:00 ***laust***
verð: 39.500 
8. júlí - 12. júlí
kl. 10:30 - 14:00 ***laust***
verð: 39.500 
15. júlí - 19. júlí
kl. 10:30 - 14:00 ***laust***
verð: 39.500 
  6. ágúst - 10. ágúst ( (ATH! kennt 10 ágúst í stað 5. ágúst sem er frídagur verslunarmanna)  )
kl. 10:30 - 14:00 ***laust***
verð: 39.500 

*birt með fyrirvara um breytingar. 

Ath! fljótlega eftir skráningu verður sendur út staðfestingarpóstur ásamt upplýsingum um greiðslu. Þegar styttist í að námskeiðið hefjist munum við senda út upplýsingapóst varðandi praktísk atriði sem snúa að námskeiðinu sjálfu. 

Við hlökkum til sumarsins!

Til að halda áfram með skráningu þarf að ýta á Next flipann fyrir neðan ⬇️


Sign in to Google to save your progress. Learn more
Email *
Nafn barns *
Kennitala barns *
Nafn forráðamanns *
Netfang 2
Kennitala greiðanda *
Símanúmer *
Símanúmer 2
Reynsla
Námskeið *
Annað sem gæti verið gott fyrir okkur að vita?
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy