Kæri viðskiptavinur,
Það eru óvenjulegir og erfiðir tímar sem við göngum öll gegnum þessa dagana, en saman stöndum við (með tveggja metra millibili) og ætlum að sigrast á þessum vágesti sem ein heild, sem samfélag. Eins og þið vitið öll er nú búið að framlengja lokun líkamsræktarstöðva talsvert fram í maí, hið minnsta. Hins vegar vonum við að með nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra, sem verður birt eftir helgi, verði okkur heimilt að bjóða upp á skipulagðar útiæfingar frá 4. maí. Ef slík heimild fæst þá verður hún eflaust með talsverðum takmörkunum, en það væri samt öllum til góða að geta hitt æfingafélagana og þjálfarana okkar og tekið góða æfingu, þó halda þurfi bili og fara að öllum reglum. Við gerðum ekki ráð fyrir að staða sem þessi gæti nokkurn tímann komið upp og því óskum við eftir að þú veljir þá leið sem þér finnst réttust varðandi þína áskrift.

Ástæðan fyrir því að við förum þessa leið og bjóðum þér að velja er sú að mjög margir viðskiptavinir hafa þegar haft samband og tilkynnt okkur að þeir vilji sýna samfélagslega ábyrgð og greiða, þrátt fyrir að stöðvarnar okkar séu lokaðar. Sá hlýhugur er ótrúlega verðmætur og erum við ykkur gríðarlega þakklát.

Valið er þitt

Sign in to Google to save your progress. Learn more
Next
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy