Skólastarf og atvinnulífið  - iðngreinakynning
Því miður fellur þessi smiðja niður. Við bendum þátttakendum á að enn er hægt að skrá sig á aðrar smiðjur sjá lista yfir skráningu á vefsíðunni: https://menntastefna.is/starfsthroun/#sumarsmidjur

Lýsing á námskeiði:

Markhópur: Grunnskólakennarar

Markmiðið með verkefninu/námskeiðinu:
Að kynna kennurum möguleika á samstarfi við fræðslustofnanir atvinnulífsins og auka fjölbreytni í tilboðum til skólahópa vegna kynninga á athyglisverðum tækifærum utan skólans.

Staða verkgreina á Íslandi hefur valdið áhyggjum og mikilvægt að halda upp í kynningum á samstarfsmöguleikum milli skólastarfs og atvinnulífs. Iðan fræðslusetur þjónar iðngreinum og ferðaþjónustu og er samstarfsvilji við skólakerfið mikill.

Lýsing:
Þátttakendur fá kynningu á aðstöðu til móttöku skólahópa og hvaða verkefni er hægt að vinna með nemendum á vettvangi fræðslusetursins. Þeir heimsækja 2-3 staði og vinna hópavinnu um ýmsar leiðir til tengingar við skólastarfið sem nýttar verða við undirbúning tilboða.

Stefnt er að því að setja tilboð til skólahópa inn á Uppsprettuvef borgarinnar í framhaldi af námskeiðinu. Uppspretta er vefur sem gefur starfsfólki í skóla- og frístundastarfi í Reykjavík upplýsingar um tækifæri sem fyrir eru í samfélaginu og gefa fjölbreytta möguleika á að auðga menntun barna. Þar má finna ýmis tilboð, fræðslu og vettvangsferðir út fyrir heimaslóðir sem gefa börnum og unglingum tækifæri til að mæta nýjum áskorunum og uppgötva nýja drauma.

Kennarar: Fulltrúar Iðunnar - Iðan fræðslusetur
Hvar: Háteigsskóli
Hvenær: 12. ágúst kl. 09:00-16:00
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse