Upprifjun í skyndihjálp fyrir sundkennara  - A
Fullbókað er á námskeiðið.

Markmið: Að tryggja öryggi nemenda í sundkennslu og uppfylla reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum um endurmenntun og hæfnispróf sundkennara*. 

Inntak:  Námskeiðið skiptist í bóklegan hluta og verklegan hluta sem fer fram ofan í lauginni. Þátttakendur þurfa því að taka með sér sundföt. Á námskeiðinu verður boðið uppá að taka hæfnispróf.

Annað:
*Úr reglugerð: Sundkennarar sem fengu leyfisbréf fyrir 15. febrúar 2014 geta valið á milli
tveggja kosta til að uppfylla reglugerðina:

1) Sækja endurmenntunarnámskeið og standast hæfnispróf á þriggja ára fresti 
EÐA   
2) Sækja endurmenntunarnámskeið árlega.

Sundkennarar sem fengu leyfisbréf eftir 15. febrúar 2014 skulu sækja bóklegt endurmenntunarnámskeið og standast hæfnispróf á þriggja ára fresti. Sjá nánari upplýsingar um hæfnispróf og viðmið á vef Umhverfisstofnunar: https:ust.isgraent-samfelaghollustuhaettirsundstadirhaefnisprof-starfsmanna
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse