Ungt fólk og lýðræði 2020
Allt er þegar þrennt er! Þetta eru nú meiri tímarnir. Við í Ungmennaráði UMFÍ höfum nú í þriðja skiptið ákveðið að breyta ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Í stað þess að þetta verði þriggja daga viðburður þá mun ráðstefnan aðeins verða í einn góðan dag í ráðstefnu- og tónlistarhúsinu Hörpu. Ráðstefnan verður samkvæmt þessu fimmtudaginn 17. september á milli kl. 09:00 – 16:00 í Silfurbergi.

Við fylgjum að sjálfsögðu öllum sóttvarnarreglum og pössum vel upp á hvert okkar og aðra líka.

Hvað er Ungt fólk og lýðræði?
Yfirskrift ráðstefnunnar er: Lýðræðisleg áhrif - Hvar, hvenær og hvernig getur ungt fólk haft áhrif?  

Ráðstefnan er samræðuvettvangur ungs fólks á aldrinum 16 - 25 ára. Markmið og tilgangur ráðstefnunnar er að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi og gefa okkur, ungu fólki, verkfæri og þjálfun til þess að auka áhrif í okkar nær samfélagi.

Dagskráin verður að sjálfsögðu áfram með fjölbreyttu sniði. Kynningar, málstofur, samtal við ráðamenn og önnur skemmtilegheit sem við í Ungmennaráði UMFÍ skipuleggjum.  

Takmarkaður fjöldi
Fjöldi þátttakenda er auðvitað takmarkaður. Við vinnum samt svolítið með regluna, fyrstur kemur fyrstur fær. Við hvetjum ykkur því til þess að bíða ekki með að skrá ykkur. Þátttökugjald er 5.900 kr. fyrir hvern þátttakanda. Innifalið í gjaldinu eru ráðstefnugögn og veitingar á Kolabrautinni, veitingastað Hörpunnar. UMFÍ styrkir 80% af ferðakostnaði. Skila þarf inn kvittunum til þess að fá styrk fyrir ferðakostnaði.  

Athygli er vakin á því að viðburðurinn er með öllu vímuefnalaus og á það líka við um rafsígarettur.


Sign in to Google to save your progress. Learn more
Upplýsingar
Þátttökugjald er 5.900kr. á hvern einstakling. UMFÍ gefur út reikning að lokinni ráðstefnu.
Nafn greiðanda (hvert á að senda reikninginn fyrir þátttökugjaldinu) *
Kennitala greiðanda *
Upplýsingar um þátttakanda
Nafn þátttakanda *
Kennitala *
Netfang *
Hádegismatur
Í hádeginu verður boðið upp á lasanja og grænmetislasanja með hvítlauksbrauði ásamt gosi.
Hvort má bjóða þér? *
Required
Styrkur vegna ferðakostnaðar
UMFÍ styrkir 80% af ferðakostnaði fyrir þátttakendur. Skila þarf inn kvittunum til þess að hljóta styrk fyrir ferðakostnaði.
Gerir þú ráð fyrir að óska eftir styrk fyrir ferðakostnaði? *
Required
Ef já - hver er áætlaður ferðakostnaður? (ca. upphæð)
Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Ungmennaráð UMFÍ þakkar þér fyrir skráninguna
Athygli er vakin á því að UMFÍ nýtir netföng sem skráð eru í umsókn til þess að koma á framfæri upplýsingum um viðburðinn. Með skráningunni gefa þátttakendur heimild fyrir því að nýta þær myndir og myndbönd sem kunna að vera teknar á viðburðinum og nýta þær í útgáfustarfsemi UMFÍ á hvaða formi sem það kann að vera.

UMFÍ tryggir ekki einstaklinga á viðburðinum.

Hægt er að hafa samband við Ragnheiði Sigurðardóttir, verkefnastjóra UMFÍ ef eitthvað er óljóst. Netfang: ragnheidur@umfi.is Sími 5682929

Farið er með þær upplýsingar sem skráðar eru sem trúnaðarmál og þær meðhöndlaðar sem slíkar.
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy