Endurgreiðsla v. Liverpoolskóla
Kæru forráðamenn,
Allir sem hafa greitt þátttökugjald í Liverpoolskóla fá endurgreitt að fullu á næstu vikum. Við stefnum að sjálfsögðu að því að halda skólann á næsta ári, en höfum tekið þá ákvörðun að endurgreiða öllum núna. Ekki verður hægt að geyma þátttökugjaldið áfram sem inneign. Við erum ykkur mjög þakklát fyrir alla þolinmæðina og góðar og styðjandi kveðjur.
Við erum núna að safna upplýsingum til að geta endurgreitt. Vinsamlegast fyllið út formið hér að neðan sem fyrst, því fyrr því betra fyrir alla.
Taka mun nokkrar vikur að ganga frá endurgreiðslum, við biðjum ykkur um að sýna okkur þolinmæði.
Liverpoolskólakveðjur,
Stjórnin