Smiðja í Mixtúru
Markhópur: Kennarar í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Athugið gert er ráð fyrir þátttöku báða dagana.

Markmið: Að kynna hagnýtar lausnir, veita innblástur, styrkja stafræna hæfni og styðja við skapandi skólastarf

Lýsing:
Á námskeiðinu sem fram fer í Mixtúru í Safamýri 5 verður fjallað um hugmyndafræði snilli-/hönnunarsmiðja (e. Makerspace). Möguleikar og búnaður í Mixtúru ásamt nokkrum hagnýtum verkefnum verða kynnt sérstaklega. Notkun einfaldra hönnunarforrita fyrir 3D prentun verður einnig sýnd en megin áherslan er þó lögð á að kynna vektor-teikniforritið Inkscape og hvernig tengja má það námsefnisgerð kennara eða verkefnavinnu nemenda. Farið verður í undirstöðuatriði í Inkscape. Þátttakendur læra að setja upp skjöl í réttri stærð, vinna með texta, hanna logo og grafík og nýta sér fría grafík-banka á netinu. Einnig verður farið í hvernig umbreyta má eigin teikningum yfir í tölvuteikningu og vinna þær áfram. Að auki verður farið í hvernig undirbúa má skjöl þannig að þau séu tilbúin fyrir t.d. útsaum í stafrænni saumavél og skurð t.d. límmiða/fatafilmu í vínylskera eða timburs/plexiglers í leiserskera.

Námsgögn: Mælt er með því að kennarar taki með eigin vinnutæki/PC-tölvu á námskeiðið. Gott er ef búið er að setja Inkscape forritið (opið og frítt) upp á tölvunni. Á tölvum Reykjavíkurborgar er hægt að finna Inkscape í möppunni “Sækja hugbúnað” á skjáborði.
הטופס הזה נוצר בתוך Reykjavíkurborg. דיווח על שימוש לרעה