Umsókn um heimild til að nota upprunamerki félagsins Beint frá býli Frá fyrstu hendi
Eingöngu félagsmenn Beint frá býli geta sótt um að fá að nota merkið

Reglur um merkið
  1. Frá fyrstu hendi er upprunamerki félagsins Beint frá býli (BFB).

  2. Tilgangur merkisins er að miðla hver uppruni vörunnar er, þ.e. frá frumframleiðanda/heimavinnsluaðila á lögbýli á Íslandi.

  3. Öðrum en félagsmönnum BFB er óheimilt að nota merkið.

  4. Sækja þarf um heimild til að nota merkið. Umsóknareyðublaðið má nálgast hér.

    a) Óheimilt er að nota merkið þar til sú umsókn hefur verið samþykkt af stjórn.
    b) Brjóti félagsmaður reglur merkisins getur stjórn BFB afturkallað heimildina bregðist viðkomandi ekki við ábendingum innan tilskilins frests.

  5. Heimilt er að setja merkið á vörur og vörumbúðir sem og á markaðs- og kynningarefni, þ.m.t. á vefi og samfélagsmiðla þar sem vörurnar eru kynntar, að því gefnu að eftirfarandi skilyrðum sé fullnægt:

    a) Vörurnar eru framleiddar, að hluta eða í heild, af ábúendum; annað hvort á býlinu sjálfu og/eða í vottaðri framleiðsluaðstöðu í nærumhverfi býlisins.

    b) Heimilt er að setja merkið á kjöt sem skorið er af sláturhúsi / vinnslu.

    c) Heimilt er að setja merkið á vörur sem eru framleiddar í samstarfi BFB félaga.

    d) Að lágmarki 40% hráefna í samsettum vörum séu upprunin á býlinu, t.d. í sultum og mauki, mjólkurvörum og tilbúnum réttum.

  6. Heimilt er að setja merkið á vörur sem eru:

    a) Seldar beint frá býlinu, þ.m.t. í gegnum eigin miðla (vefi, tölvupóst, samfélagsmiðla o.þ.h., hvort sem framleiðandinn afhendir þær sjálf(ur) eða sendir með flutningsaðila), á mörkuðum og í verslunum á vegum heimavinnsluaðila/smáframleiðenda.

    b) Óheimilt er að setja merkið á vörur sem seldar eru af þriðja aðila, þ.m.t. almennum matvöruverslunum.

  7. Óheimilt er að breyta letri og innri hlutföllum í merkinu.

  8. Frá fyrstu hendi er skráð upprunamerki og því varðar misnotkun á merkinu við lög.

Sign in to Google to save your progress. Learn more
Upprunarmerkið Frá fyrstu hendi
1) Ætlunin er að setja upprunamerkið á eftirfarandi vörur: *
2) Vill umsækjandi fá rafræna útgáfu merkisins senda með tölvupósti? *
3) Fjöldi límmiðarúlla með merkinu Frá fyrstu hendi sem umsækjandi vill fá sendar:
Verð per rúllu: 3000 kr. (kostnaðarverð)
*
Nafn umsækjanda/ábyrgðaraðila: *
Nafn lögbýlis -  löggilt nafn félags / einstaklings: *
Heimilisfang, staður og póstnúmer: *
Kennitala lögbýlis: *
Netfang: *
Símanúmer: *
Vefur: *
Samfélagsmiðlar: *
Ég (umsækjandi/ábyrgðaraðili) samþykki að fara eftir reglum upprunamerkisins, Frá fyrstu hendi. *
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This form was created inside of Beint frá Býli. Report Abuse