Kæri lesandi
Tæp níutíu ár eru liðin frá útgáfu fyrsta þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja og síðan þá hafa fjölmargar tónlistarperlurnar verið þræddar á festi langrar sögu Þjóðhátíðar. Alls eru þjóðhátíðarlögin orðin sjötíu og sjö talsins og liggja þar dýrmæt menningarverðmæti sem mikilvægt er að skrá og varðveita á einum stað.

Á síðasta ári var ákveðið að ráðast í útgáfu bókar um þennan þjóðararf og mun hún koma út í sumar í tilefni hundrað fjörutíu og fimm ára afmælis Þjóðhátíðar og hundrað ára kaupstaðarafmælis Vestmannaeyjabæjar.

Undurfagra ævintýr mun geyma nafnaskrá hollvina bókarinnar og gefst öllum Vestmannaeyingum og öðrum unnendum Þjóðhátíðar og tónlistar hennar að gerast hollvinir og eignast bókina í leiðinni.
Sign in to Google to save your progress. Learn more
Undurfagra ævintýr
Útgáfan er vegleg og í henni er að finna öll þjóðhátíðarlögin okkar frá 1933 í tímaröð, með textum, gítarhljómum og -gripum, ásamt viðtölum við ýmsa höfunda og flytjendur.

Fjölmargt annað sögulegt efni er í bókinni ásamt ýmsu skemmti- og ítarefni. Hún er ríkulega skreytt fallegum ljósmyndum og enn fremur er hægt að hlusta á þjóðhátíðarlögin beint af síðum bókarinnar með því að skanna með síma kóða viðkomandi lags. – Undurfagra ævintýr verður menningargripur sem ætti að vera skyldueign á hverju einasta Eyjaheimili, í hvítu tjöldunum og hjá öllum þeim fjölmörgu sem unna Þjóðhátíð og tónlist hennar.

Með útgáfu bókarinnar lyftir Eyjapæjan Laufey Jörgensdóttir löngu tímabæru grettistaki. Laufey hefur farið á yfir fjörutíu þjóðhátíðir, ann þjóðhátíðarlögunum af lífi og sál og hefur einlægan áhuga á íslenskri tónlist og sögu. Ómetanlegur er þáttur Hafsteins Guðfinnssonar við ritun og hljómasetningu á elstu þjóðhátíðarlögunum. Langþráður draumur um varðveislu og útgáfu perlanna úr Eyjum rætist nú með dyggri aðstoð áhugafólks og velunnara sem leggja til texta, sögur, minningar, myndir og nafn sitt í nafnaskrá hollvina bókarinnar.
Hollvinaskráning
ATH: HOLLVINASKRÁNINGU LAUK 6. JÚLÍ - ÞÁTTTAKENDUM ÞAKKAÐAR  INNILEGA GÓÐAR VIÐTÖKUR !

GREIÐSLUSEÐLAR BIRTAST Í HEIMABANKA UM MIÐJAN JÚLÍ.

UNDURFAGRA ÆVINTÝR VERÐUR SEND HEIM AÐ DYRUM VIÐ ÚTGÁFU Í SUMAR.
TRYGGÐU ÞÉR EINTAK
Áhugasamir sem vilja tryggja sér eintak hjá höfundi geta sent tölvupóst á laufeyjorgens@gmail.com.
Verð bókar með heimsendingu er kr. 6.900 . Greiðsluseðill kemur í heimabanka og bókin verður send heim að dyrum.
Bókin er einnig fáanleg í öllum helstu bókaverslunum og í vefverslun Sögur útgáfu: https://sogurutgafa.is/vara/undurfagra-aevintyr-1933-2019-thjodhatidarlog-vestmannaeyja-og-thjodhatidarmenning/
Með fyrirfram þökk fyrir auðsýnda velvild !
Þjóðhátíðarkveðja,  
Laufey Jörgensdóttir / laufeyjorgens@gmail.com / 8950875
og Sögur útgáfa / https://sogurutgafa.is/

Submit
Clear form
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy