Kynfræðsla fyrir nemendur á öllum aldri
Lokað hefur verið fyrir skráningar á þetta námskeið.

Markhópur: Grunnskólakennarar

Markmið er að efla kennara í að nálgast kynfræðslu á jákvæðan og opinskáan hátt og benda þeim á leiðir til að fræða nemendur á öllum aldri.

Lýsing og helstu markmið: Nemendur á öllum aldri ættu að fá kynfræðslu við hæfi sem stuðlar að kynheilbrigði þeirra allra. Börn eru ung þegar þau eru berskjölduð fyrir klámi og í forvitni leita þau gjarnan á netið eftir upplýsingum um kynlíf. Mikilvægt er að veita þeim gott mótvægi við skilaboðunum úr kláminu og hjálpa þeim að byggja góðan grunn að heilbrigðum samskiptum. Farið verður yfir helstu áhersluþætti kynfræðslu (líkamlega, andlega, tilfinningalega og félagslega) og rætt um hvernig nálgast má þá þætti á ólíkan hátt eftir aldri og þroska nemenda.

Kennari: Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir
Hvar: Fjarnámskeið - Þátttakendur fá sendan TEAMS hlekk
Hvenær: 12. ágúst kl. 09:00-12:00
Þátttökugjald: kr. 4.000,-
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse